Fundur 486

 • Bćjarstjórn
 • 22. ágúst 2018

486. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur (aukafundur) haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 1. ágúst 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson forseti, Hjálmar Hallgrímsson varaforseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir aðalmaður, Páll Valur Björnsson aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, 

Fundargerð ritaði:  Guðmundur L. Pálsson. 

Forseti setur fundinn og óskar eftir að fundurinn verði lokaður. 

Samþykkt með 6 atkvæðum. Páll Valur situr hjá. 

Forseti óskar eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum:

Þóknanir til kjörinna fulltrúa – 1807029.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1.    1807029 – Þóknanir til kjörinna fulltrúa

Tillaga forseta: Að allir áheyrnarfulltrúar í bæjarráði fái greitt eins og aðrir bæjarráðsfulltrúar.

Til máls tóku einnig allir aðrir bæjarfulltrúar.

Samþykkt samhljóða. 

2.    1806039 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning

Tillaga forseta að kjósa á milli þeirra tveggja sem skoruðu hæst hjá Hagvangi, sem eru: Fannar Jónasson og Þorsteinn Gunnarsson.

Til máls tóku einnig allir aðrir bæjarfulltrúar.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fannar Jónasson fjögur atkvæði þeirra Hjálmars, Guðmundar, Birgittu og Hallfríðar.

Þorsteinn Gunnarsson þrjú atkvæði þeirra Sigurðar, Helgu Dísar og Páls Vals.


Tillaga forseta: Að ganga til viðræðna við Fannar Jónasson í embætti bæjarstjóra Grindavíkur. Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs falið að ræða við Fannar og leggja undir bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bókun S-lista:
Fulltrúi S-lista fagnar að niðurstaða sé fengið hvað varðar ráðningu bæjarstjóra fyrir Grindavíkurbæ. 
Það er mjög mikilvægt nú þegar að niðurstaða liggur fyrir að kjörnir fulltrúar, bæjarstjóri og starfsmenn Grindavíkurbæjar gangi samhent til starfa á komandi misserum. Lykilatriði í því að nýta þau fjölmörgu tækifæri og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem best eru góð samskipti, samvinna, virðing og traust. Traust er frumskilyrði mannlegra samskipta, það heldur samfélagi manna saman og um leið og það dvínar fer að halla undan fæti og samfélagið molnar. Það er einlæg ósk fulltrúa S-lista að sú bæjarstjórn sem kosin var til starfa næstu fjögur árin starfi saman að heilindum og setji sér í sameiningu markmið til framtíðar, markmið sem miði að því að gera okkar góða samfélag enn betra. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Nýjustu fréttir 10

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Ađventustund í kirkjunni

 • Fréttir
 • 5. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018