Fundur 1483

 • Bćjarráđ
 • 12. júlí 2018

1483. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 10. júlí 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi. 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Umsókn um byggingarleyfi: Stamphólsvegur 2 - 1806076
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindi frá Þorláki Guðmundssyni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Stamphólsveg 2. Erindinu fylgja teikningar unnar af verkfræðistofunni Beimur dagsettar 31.5.2018. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
2.     Umsókn um byggingarleyfi : Norðurhóp 62 - 1806087
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindi frá H.H. smíði lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi við Norðurhóp 62. Erindinu fylgja teikningar unnar af Rýma arkitektum dagsettar 27.11.17. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
3.     Umsókn um lóð: Norðurhóp 64 - 1806084
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindi frá H.H. smíði lagt fram. Í erindinu er sótt um lóðina Norðurhóp 64. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi standist reglur um lóðaúthlutanir. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
4.     Umsókn um lóð: Víkurhóp 55 - 1806083
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindi frá Verkbæ ehf. lagt fram. Í erindinu er sótt um lóðina Víkurhóp 55. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi standist reglur um lóðaúthlutanir. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
5.     Fiskeldi á iðnaðarsvæði i5: breyting á deiliskipulagi - 1806099
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindi frá Matorku ehf. lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fiskeldis á iðnaðarsvæði i5. Breytingin felur í sér að hámarkshæð fóðursílóa og súrefnistanka hækkar úr 8m í 10m. Einnig er óskað eftir því að skilmálar fyrir framleiðslugetu verði ekki skilgreindir í fjölda tonna heldur verður vísað í starfsleyfi hverju sinni. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
6.     Umsókn um stöðuleyfi: Miðgarður 2 - 1806086
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindi frá Axel Ómarssyni f.h. Eyri ehf. lagt fram. Í erindinu er óskað eftir stöðuleyfi fyrir gám við Miðgarð 2. Erindinu fylgir skissa með fyrirhugaðri staðsetningu. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
7.     Ísland ljóstengt: framkvæmd - 1712077
     Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað frá tæknideild þar sem óskað er eftir 11 mkr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til þess að hefja framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í Þórkötlustaðahverfi og við Nesveg. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 11.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
8.     Ósk um viðauka: tæknideild - 1807005
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 3.000.000 kr. vegna beiðni um að byggingafulltrúi og lögfræðingur á tæknideild verði í 100% stöðum frá og með 1. október 2018. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fresta málinu.
        
9.     Mennta-og menningarmálaráð: Beiðni um rökstuðning vegna synjunar - 1802076
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 29. maí sl. 
Jafnframt er lögð fram tillaga að svarbréfi til ráðuneytisins. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða svarbréfið.
        
10.     Leikskólahúsnæði; Aukning/stækkun - 1807010
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Málefnavinna hvað varðar framtíðarmálefni leik- og grunnskóla mun fara af stað á næstu vikum hjá fræðslunefnd.
        
11.     Sambandið: Ný og breytt ákvæði um notendaráð - 1807011
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram.
        
12.     Skólaþjónusta: Beiðni um aukið starfshlutfall talmeinafræðings - 1807012
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um aukningu starfshlutfalls talmeinafræðings auk greinargerðar. Kostnaðarauki vegna þessa er á árinu 1.000.000 kr. og er óskað eftir viðauka til að mæta þeim kostnaði. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða 20% aukningu á stöðugildi talmeinafræðings og samþykkir jafnframt viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 1.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
13.     Starf frístundaheimila: Markmið og viðmið - 1708151
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt er til að gjaldflokkum frístundaheimilis verði fækkað en verð haldist óbreytt og óskað er staðfestingu bæjarráðs þar um. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða fækkun gjaldflokka.
        
14.     Víðihlíð: Samningságreiningur - 1806098
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð hefur farið yfir gögn málsins og umrædd geymsla er ekki til almennra afnota fyrir íbúa í eldra rými heldur er hún geymsla fyrir stærri íbúð á efri hæð í viðbyggingu. Bæjarráð áréttar að eldri íbúðir hafa geymslur á 3. hæð í Víðihlíð. 
Bæjarstjóra er falið að senda viðkomandi leigjanda bréf í samræmi við niðurstöðu fundarins.
        
15.     Víðihlíð, viðbygging: Rekstraráætlun og leiga - 1806088
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram rekstraráætlun vegna 6 nýrra íbúða í Víðihlíð ásamt útreikningi á íbúðaréttargreiðslum og mánaðarlegri leigu. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða útreiknaðan íbúðarétt og útreiknaða leigu með þeirri breytingu að leiga stærri íbúðanna lækki um 11%.
        
16.     Grindavíkurvegur: framkvæmdir 2018/2019 - 1804079
    Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að byjað er á forhönnun til yfirferðar og umferðaröryggisrýni. 
Lagt var upp með að verkhönnun og útboðsgögn liggi fyrir í október en reynt verður að flýta því.
        
17.     Miðgarður, uppbygging: Verksamningur og framvinda - 1612032
    Hagtak hefur boðist til að flytja efni sem ekki nýtist innan við þilið upp á land við í landfyllingu norðan við Eyjabakka fyrir um 900.000 kr. en þetta er ekki á fjárhagsáætlun og því óskar hafnarstjórn eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 900.000 kr. til verksins. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 900.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 
        
18.     Samstarf við Sveitarfélagið Voga: Listi yfir hugsanleg samstarfsverkefni - 1703007
    Lagt fram minnisblað um samstarfsverkefni með sveitarfélaginu Vogum. 
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
        
19.     Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Ráðning persónuverndarfulltrúa - 1806041
    Lögð fram afgreiðsla Reykjanesbæjar vegna ráðningar sameiginlegs persónuverndarfulltrúa. Reykjanesbær mun ráða persónuverndarfulltrúa og öðrum sveitarfélögum og sameiginlega reknum fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélaganna á Suðurnesjum býðst að kaupa þjónustu persónuverndarfulltrúans af Reykjanesbæ. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um kaup á þessari þjónustu.
        
20.     Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja: Tilnefning fulltrúa í heilbrigðisnefnd - 1806094
    Lagt fram bréf frá HES, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, dags. 26. júní 2018. 
Þar kemur fram að í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja skulu eiga sæti sex fulltrúar og hefur nefndin hingað til verið skipuð einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi ásamt fulltrúa frá samtökum atvinnurekenda. 
Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar eru fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum og er því einum nefndarmanni óráðstafað. Til þess að heilbrigðisnefndin verði starfhæf verða sveitarfélögin að koma sér saman um hvaða sveitarfélag fái tvo fulltrúa í nefndinni. 

Bæjarráð leggur til að málið fái umfjöllun hjá SSS.
        
21.     Golfklúbbur Grindavíkur: Leigusamningar - 1807013
        Lögð fram beiðni frá Golfklúbbi Grindavíkur um liðsinni bæjaryfirvalda vegna leigugreiðslna og eldri skulda við leigusala. 

Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta bæjarráðsfund.
        
22.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Kjósa þarf varaformenn í fastanefndir bæjarins. 

Tillaga 

Frístunda- og menningarnefnd 
Varaformaður: Garðar Alfreðsson 

Fræðslunefnd 
Varaformaður: Sigurður Óli Þórleifsson 

Félagsmálanefnd 
Varaformaður: Valgerður Jennýjardóttir 

Skipulagsnefnd 
Varaformaður: Ólafur Már Guðmundsson 

Umhverfis- og ferðamálanefnd 
Varaformaður: Klara Bjarnadóttir 

Hafnarstjórn 
Varaformaður: Gunnar Harðarson 

Bæjarráð samþykktir tillöguna samhljóða og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. 
        
23.     Vinabærinn Piteå: 40 ára afmæli vinabæjarsamstarfs - 1801052
    Tilnefna þarf þrjá til fimm fulltrúa Grindavíkurbæjar í vinarbæjarheimsókn til Piteå 16. - 20. ágúst. Bæirnir hafa verið vinarbæir í 40 ár og vilja þeir fá okkur í heimsókn til að halda uppá tímamótin og styrkja samstarfið. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman lista.
        
24.     Ungmennaráð: Umferðaröryggi okkar mál - 1804072
    Ungmennaráð fékk úthlutað styrk frá Erasmus sem getur orðið mest 25.235 EUR eða um 3.1 milljón fyrir ráðstefnu Ungmennaráðs um ungt fólk og umferðaröryggi. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan verði haldin seint í september eða byrjun október og undirbúningsvinna hefst strax í lok júlí. 
Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018, á deild 06014 Ungmennaráð sem skiptist þannig: Hækkun tekna um 3.100.000 kr. og hækkun gjalda um 3.100.000 kr. 

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni yfir frumkvæði ungmennaráðs. 
Bæjarráð samþykkir viðaukann á deild 06014 Ungmennaráð.
        
25.     Knattspyrnudeild UMFG: Viðbygging við Hópið - 1806100
    Beiðni frá knattspyrnudeild um að fá að vera með í undirbúningsferli vegna viðbyggingar við Hóp og stúku er lagt fram. 

Bæjarráð tekur vel í erindið.
        
26.     Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018 - 1803070
    Fundargerð 861. fundar, dags. 29. júní sl. lögð fram til kynningar.
        
27.     Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 - 1801048
    Fundargerð 493. fundar, dags. 21. júní sl. lögð fram til kynningar.
        
28.     Skipulagsnefnd - 42 - 1806022F 
    Fundargerð 42. fundar, dags. 2. júlí sl., er lögð fram til kynningar.
        
29.     Félagsmálanefnd - 92 - 1806015F 
    Fundargerð 92. fundar, dags. 28. júní sl., er lögð fram til kynningar.
        
30.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 459 - 1807002F 
    Fundargerð 459. fundar, dags. 4. júlí sl., er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:45.
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 21. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 14. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Bćjarráđ / 2. október 2018

Fundur 1494

Bćjarstjórn / 25. september 2018

Fundur 488

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Nýjustu fréttir 10

Lausar kennarastöđur vegna forfalla

 • Grunnskólafréttir
 • 21. nóvember 2018

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 21. nóvember 2018

Farsímalausir dagar í Grunnskólanum

 • Grunnskólafréttir
 • 20. nóvember 2018

Nemendur miđstigs lásu í yfir 700 klukkustundir

 • Grunnskólafréttir
 • 19. nóvember 2018

Prjónasystur komu fćrandi hendi

 • Lautafréttir
 • 19. nóvember 2018

Dagur íslenskrar tungu

 • Grunnskólafréttir
 • 16. nóvember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir leikskólann Krók

 • Grunnskólafréttir
 • 16. nóvember 2018