Fundur 42

  • Skipulagsnefnd
  • 3. júlí 2018

42. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 2. júlí 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson formaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhvefissviðs.

Dagskrá:

1.     Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 60 - 1805041
    Erindi frá Urtustein ehf. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á lóð við Víkurbraut 60. Forsvarsmenn Urtusteins komu á fundinn og fóru yfir málefni gagandi vegfaranda. Von er á uppfærðum gögnum. Málinu frestað.
        
2.     Umsókn um byggingarleyfi: Stamphólsvegur 2 - 1806076
    Erindi frá Þorláki Guðmundssyni. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Stamphólsveg 2. Erindinu fylgja teikningar unnar af verkfræðistofunni Beimur dagsettar 31.5.2018. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. 
        
3.     Lyngrimi/Svartfell: ósk um deiliskipulag - 1806077
    Erindi frá Hugvirkjun slf. Í erindinu er óskað eftir heimild til þess að vinna deiliskipulag fyrir svæðið við Langrima við Svartsengisfell skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á svæðinu er fyrirhugað að skipuleggja afþreyingu fyrir ferðamenn, verslun, veitingasölu og verslun. Skipulagsnefnd hugnast ekki staðsetningin og hafnar því erindinu. Sviðsstjóra falið að gera nýja tillögu staðsetningu í samráði við umsækjanda.
        
4.     Fiskeldi á iðnaðarsvæði i5: breyting á deiliskipulagi - 1806099
    Erindi frá Matorku ehf. í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fiskeldis á iðnaðarsvæði i5. Breytingin felur í sér að hámarkshæð fóðursílóa og súrefnistanka hækkar úr 8m í 10m. Einnig er óskað eftir því að skilmálar fyrir framleiðslugetu verði ekki skilgreindir í fjölda tonna heldur verður vísað í starfsleyfi hverju sinni. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
        
5.     Fyrirspurn um byggingarleyfi: viðbygging við Leynisbraut 7 - 1806079
    Fulltrúi B lista víkur af fundi við afgreiðslu og umræðu málsins vegna fjölskyldutengsla við umsækjanda. Erindi frá Friðriki Björnssyni. Í erindinu er óskað eftir leyfi fyrir byggingu viðbyggingar við Leynisbraut 7. Erindinu fylgja ómálsettar teikningar. 
Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum. Málinu frestað.
        
6.     Umsókn um stöðuleyfi: Miðgarður 2 - 1806086
    Erindi frá Axel Ómarssyni f.h. Eyri ehf. í erindinu er óskað eftir stöðuleyfi fyrir gám við Miðgarð 2. Erindinu fylgir skissa með fyrirhugaðri staðsetningu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
        
7.     Umsókn um byggingarleyfi : Norðurhóp 62 - 1806087
    Erindi frá H.H. smíði. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi við Norðurhóp 62. Erindinu fylgja teikningar unnar af Rýma arkitektum dagsettar 27.11.17. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast.
        
8.     Umsókn um lóð: Norðurhóp 64 - 1806084
    Erindi frá H.H. smíði. Í erindinu er sótt um lóðina Norðurhóp 64. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi standist reglur um lóðaúthlutannir. 
        
9.     Umsókn um lóð: Víkurhóp 55 - 1806083
    Erindi frá Verkbæ ehf. Í erindinu er sótt um lóðina Víkurhóp 55. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi standist reglur um lóðaúthlutanir. 
        
10.     Umsókn um lóð: Vörðusund 4 - 1806082
    Erindi frá H.H. smíði. Í erindinu er sótt um lóðina Vörðusund 4. Lóðinni hefur verið úthlutað. Erindinu er hafnað.
        
11.     Umsókn um framkvæmdaleyfi: Einarbúð - 1806085
    Erindi frá minja- og sögufélagi Grindavíkur. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir könnun á forminjum á reit þar sem Einarsbúð stóð. Málinu frestað.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135