D&D spunaspilsnámskeiđ í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25.06.2018
D&D spunaspilsnámskeiđ í Kvikunni

Drekar og Dýflissur - Dungeons & Dragons. Virkjum huga, athygli og ýmindunarafl!

Langar einhvern að læra að berjast við skrímsli, kasta göldrum og fara í leiðangra í anda Lord of the Rings? Boðið verður upp á námskeið í hlutverkaspilum í sumar fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 til 16 ára. Dungeons & Dragons hlutverkaleikurinn er sá vinsælasti sinnar tegundar í heiminum og þessar vinsældir hafa verið viðvarandi allt frá áttunda áratugnum jafnt meðal barna, unglinga og fullorðinna. 

Hlutverkaleikir eru ólíkir tölvuleikjum að því leiti að spilarar stjórna sjálfir að miklu leiti framvindu leiksins og persónusköpun og þurfa að treysta á hvert annað við að leysa ýmsar þrautir. Þar reynir á hugmyndaflug, athygli og klókindi. 

Nú verður boðið upp á byrjendanámskeið í þessum stórskemmtilega leik. Leikurinn fer fram við borð líkt og borðspil, svo allir eiga að geta tekið þátt. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Kvikunnar og allt efni til leiksins verður á staðnum. Fyrsta námskeiðið fer af stað í kvöld mánudag, 19:00 - 21:00, og verður kennt öll kvöld til og með föstudagskvöldsins 29. júní.  Annað námskeið er á dagskrá í júlí.

Áhugasamir um skylmingar, fjársjóðsleitir og  drekabardaga hafi samband í gegnum netfangið kvikan@grindavik.is
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Fréttir / 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Fréttir / 3. júlí 2018

Víkurhóp - nýjar lóđir

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar

Íţróttafréttir / 2. júlí 2018

Fýluferđ til Vestmannaeyja

Sjóarinn síkáti / 29. júní 2018

Dregiđ í söguratleiknum

Bókasafnsfréttir / 28. júní 2018

Rigning, rigning, rigning