Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbćjar

  • Skemmtun
  • 14. júní 2018

Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar verður í laugardaginn 23. júní. Gangan hefst kl. 19.00 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur.

Gengið verður uppá fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund. Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral munu leika tónlist við varðeld á fjallinu. Þeir göngugarpar sem vilja slaka í Bláa Lóninu eftir gönguna eru beðnir um að ganga frá bókun tímanlega á heimasíðu Bláa Lónsins - www.bluelagoon.is 

Bláa Lónið er opið til 23.00 og geta gestir slakað á til 23.30. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna sjálfa og eru þátttakendur á eigin ábyrgð. Athugið að þeir sem ætla sér að slaka á í lóninu að göngu lokinni þurfa að bóka og greiða fyrir það sérstaklega.


Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun