Orđsending frá sóknarnefnd vegna kirkjugarđsins ađ Stađ

 • Fréttir
 • 5. júní 2018
Orđsending frá sóknarnefnd vegna kirkjugarđsins ađ Stađ

Ágætu Grindvíkingar og aðstandendur leiða í kirkjugarðinum að Stað í Grindavík. 

Nú er sumarið vonandi komið til að vera. Við viljum þakka góða umgengni um garðinn undanfarið og hefur hann komið þokkalega undan vetri þótt sumarið sé seint á ferð. Okkur langar vinsamlegast að upplýsa fólk um að stefnt er á að garðurinn verði allur grasi gróinn til þess að öll umhirða, sláttur og annað verði sem auðveldast og kostnaðarminnst. Því biðjum við aðstandendur að koma með  ker fyrir sumarblómin sín og setja fyrir framan legstein eða kross og í framhaldinu mun staðarhaldari lagfæra og tyrfa eins og þörf krefur. Við vonum að fólk taki vel í þessa beiðni okkar.

Við bendum einnig á að skoða Lög um kirkjugarða 1993 nr. 36, 4.maí og hér að er grein nr. 28 sem bið bendum sérstaklega á.  

Bestu kveðjur og gleðilegt sumar

Guðmunda Kristjánsdóttir
Sigurjón P. Magússon
Sóknarnefnd Grindavíkursóknar


28. gr. Öll leiði í kirkjugarði, sem þekkt eru, skulu auðkennd með tölumerki er samsvarar tölu þeirra á legstaðaskrá, sbr. 3. mgr. 27. gr.  Sá sem setja vill minnismerki á leiði skal fá til þess leyfi  kirkjugarðsstjórnar sem ber að sjá um að minnismerkið sé traust og fari vel. Eigi má setja girðingar úr steini, málmi, timbri, plasti eða sambærilegu efni um einstök leiði eða fjölskyldugrafreiti. Eigi má gera grafhýsi í kirkjugarði.

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir 11

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

 • Fréttir
 • 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

 • Fréttir
 • 7. júní 2019