Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

  • Körfubolti
  • 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í íþróttahúsinu miðvikudaginn 23. maí, kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára - unglingaflokka. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið.

Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veittar viðurkenningar fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi. Verðlaunin eru misjöfn á milli flokka, en hver og einn þjálfari ákveður hvað hann vill verðlauna fyrir í sínum flokki.

Allir foreldrar sem og aðrir bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í gleðinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir