Fundur 484

  • Bćjarstjórn
  • 17. maí 2018

484. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 16. maí 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Hjörtur Waltersson varamaður, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður. 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar forseti eftir að taka eftirfarandi fjögur mál á dagskrá með afbrigðum:

Beiðni um umsögn: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, tækifærisleyfi - 1805023

Landskerfi bókasafna: Aðalfundur 30. maí 2018 - 1805048

Bæjarráð Grindavíkur - 1480 - 1805005F

Skipulagsnefnd - 41 - 1805007F

                   Samþykkt samhljóða

Kl. 18:50 óskaði forseti eftir því að bæta þremur málum við dagskrá með afbrigðum:

Akur: umsókn um byggingarleyfi - 1805037

Umsókn um lóð: Hólmasund 1 - 1805040

Umsókn um lóð: Hólmasund 1 - 1805046

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.     1805039 - Umsókn um byggingarleyfi og lóð: Stamphólsvegur 4
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Erindi frá VK list kt. 470218-0530 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir nýrri lóð við Stamhólsveg 4. Einnig er óskað eftir byggingarleyfi fyrir húsi í pakkhúsastíl fyrir léttan iðnaðar/liststarfsemi og þjónustu. Húsið er timburhús á staðsteyptum sökkli með steyptri botnplötu.
Erindinu fylgja teikningar unnar af Sveini Valdimarssyni dagsettar 07.05.2018. Erindinu fylgir samþykki nágranna fyrir nýrri lóð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnaðar verði nýjar lóðir við Stamphólsveg 4 og 6 og byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu eigenda Stamphólsvegar 2 ásamt fullnaðarhönnunargögnum og jákvæðum umsögnum heilbrigðiseftirlits, vinnueftirlits og slökkviliðs.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
2.     1805041 - Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 60
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Marta, bæjarstjóri, Páll Jóhann og Guðmundur

Tillaga er lögð fram um að fresta málinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum, fulltrúar B-lista sitja hjá.
         
3.     1805038 - Borgarhraun 2: breyting á aðalskipulagi
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Páll Jóhann

Erindi frá eigendum Borgarhrauns 2 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að hægt sé að reka gistiheimili við Borgarhraun 2. Í gildandi aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er svæðið skilgreint sem íbúðabyggð.

Í ljósi þess að rekið hefur verið gistiheimili við Borgarhraun 2 í fjölda ára leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að unnin verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 þannig að ríkjandi landnotkunarflokkur verði verslun og þjónusta.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna drög að breytingu á aðalskipulagi vegna þessa svæðis.
         
4.     1712050 - Melhóll jarðvegslosun: Útboð
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Óskað er eftir 8.000.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun vegna uppbyggingar við efnislosunarstaðinn við Melhól.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 8.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
5.     1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Páll Jóhann

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Grindavíkur 2018 vegna hraðahindrana við Efstahraun og Gerðavelli, að fjárhæð 1.700.000 kr.

Ekki var farið í framkvæmdir 2016 vegna þess að kynningu fyrir íbúa seinkaði fram á haust og einungis náðist að vinna eina hraðahindrun 2017. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 1.700.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
6.     1804079 - Grindavíkurvegur: framkvæmdir 2018/2019
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Kristín María og Páll Jóhann
         
7.     1805042 - Bluelagoon Challenge : umsókn
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Erindi frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur fyrir Bláa Lóns hjólreiðakeppni 2018 lagt fram. Vegna keppninnar þarf lokun Norðurljósavegar við Grindavík að Bláa Lóninu 9. júní 2018 frá kl 21-24. Einnig er óskað eftir aðstoð við lokun vega.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um leyfi lögreglu. Hægt er að nálgast lokunarskilti með hæfilegum fyrirvara í þjónustumiðstöð í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
8.     1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Kristín María og Páll Jóhann

Húsnæðisáætlun Grindavíkur lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlunina samhljóða.
         
9.     1805045 - Húsnæðissjálfseignarstofnanir: Stofnframlög
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, Marta og Páll Jóhann

Reglur Grindavíkurbæjar um stofnframlög lagðar fram, uppfærðar m.v. athugasemdir í bæjaráði. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar og samþykkja að reglurnar taki gildi 1. janúar 2018.
         
10.     1708151 - Starf frístundaheimila: Markmið og viðmið
    Til máls tóku: Hjálmar, Þórunn og Marta

Reglur um frístundaheimili lagðar fram. Stefnt að gildistöku frá og með næsta skólaári. Einnig ný gjaldskrá lögð fram þar sem gjaldaflokkum hefur verið fækkað.

Lagt er til að fresta málinu þar sem vantar inn í reglurnar tillögur frá fræðslunefnd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu.
         
11.     1805036 - Grindavíkurhöfn, dýpkun við Miðgarð: Tilboð, verksamningur og framvinda
    Til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Tilboð í verkið "Grindavík,dýpkun 2018" lögð fram. Tilboð bárust frá þremur aðilum. 
Engin villa fannst í tilboðum og mælir því Vegagerðin með því að tilboði Björgunar ehf verði tekið en það er að fjárhæð 74.209.370 kr. og er 49,1% af kostnaðaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Björgunar ehf.
         
12.     1802002 - Knattspyrnufélagið GG: ósk um styrk
    Til máls tók: Hjálmar

Hjörtur vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Óskað er eftir 60.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna hækkunar á samningi við knattspyrnufélagið GG.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 60.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
13.     1805035 - Kennarafélag Reykjaness: Ályktun
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María og Þórunn

Ályktun frá stjórn Kennarafélags Reykjaness lögð fram.
         
14.     1803022 - Ársuppgjör 2017: Grindavíkurbær og stofnanir
    Fundarhlé tekið kl. 18:40 - 18:55

Til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2017 er tekinn til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs við fyrri umræðu þann 24. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu.
Endurskoðendur Grindavíkurbæjar hafa áritað ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun.

Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða með undirritun sinni og felur sviðsstjóra að senda til innanríkisráðuneytisins.
         
15.     1805024 - Sveitarstjórnarkosningar 2018: Kjörskrá
    Til máls tók: Hjálmar

Kjörskrárstofn Þjóðskrár lagður fram.

Tillaga
Bæjarstjórn samþykkir kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar í Grindavík sem fram fara 26. maí næstkomandi. Á kjörskrá eru 2.196 kjósendur. Kjörstaður verður í grunnskólanum við Ásabraut.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
                          Samþykkt samhljóða
         
16.     1805048 - Landskerfi bókasafna: Aðalfundur 30. maí 2018
    Til máls tók: Hjálmar 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Andrea Ævarsdóttir verði fulltrúi Grindavíkurbæjar á fundinum.
         
17.     1805023 - Beiðni um umsögn: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, tækifærisleyfi
    Til máls tók: Hjálmar

Sótt er um leyfi til áfengisveitinga í tilefni dansleiks sem halda á í Íþróttahúsinu í Grindavík þann 2. júní nk.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að leyfið verði veitt.
         
18.     1805046 - Umsókn um lóð: Hólmasund 1
    Til máls tók: Hjálmar

Páll Jóhann vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Erindi frá Collagen ehf. lagt fram. Í erindinu er óskað eftir lóð við Hólmasund 1 fyrir collagenframleiðslu úr fiskroði. Skv. deiliskipulagi fyrir svæðið sem staðfest var í b-deild stjórnartíðinda þann 7. ágúst 2012 og gildandi aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er Hólmasund 1 ætlað fyrir hafsækna starfsemi. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
19.     1805040 - Umsókn um lóð: Hólmasund 1
    Til máls tók: Hjálmar

Páll Jóhann vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Erindi frá 240 ehf. lagt fram. Í erindinu er óskað eftir lóð við Hólmasund 1 fyrir geymsluhúsnæði. Skv. deiliskipulagi fyrir svæðið sem staðfest var í b-deild stjórnartíðinda þann 7. ágúst 2012 og gildandi aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er Hólmasund 1 ætlað fyrir hafsækna starfsemi. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
20.     1805037 - Akur: umsókn um byggingarleyfi
    Til máls tók: Hjálmar

Jón Guðmundur Ottósson sækir um byggingarleyfi f/h Fasteignafélagsins Steinar ehf. á breytingum innan og utanhúss að Akri skv. teikningum frá Tækniþjónustu SÁ ehf. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn. Nefndin bendir á að á lóðinni eru fornminjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.


         Fundarhlé tekið kl. 19:10 - 19:35
21.     1801031 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018
    

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerð 731. fundar, dags. 9. maí 2018, er lögð fram til kynningar.
         
22.     1803070 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Kristín María, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hjörtur

Fundargerð 859. fundar, dags. 27. apríl 2018, er lögð fram til kynningar.
         
23.     1802019 - Fundargerðir: Heklan 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Kristín María, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Fundargerð 63. fundar, dags. 9. mars 2018, er lögð fram til kynningar.
         
24.     1802019 - Fundargerðir: Heklan 2018
    Til máls tóku: Hjálmar og bæjarstjóri

Fundargerð 64. fundar, dags. 27. apríl 2018, er lögð fram til kynningar.
         
25.     1801077 - Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Kristín María, Hjörtur, Páll Jóhann og Þórunn

Fundargerð 268. fundar, dags. 18. apríl 2018, er lögð fram til kynningar.
         
26.     1804033 - Fundargerðir: Öldungaráð Grindavík 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Hjörtur, Marta, Guðmundur, Kristín María, bæjarstjóri og Þórunn

Fundargerð 3. fundar, dags. 9. maí 2018, er lögð fram til kynningar.
         
27.     1804016F - Bæjarráð Grindavíkur - 1478
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Marta, Hjörtur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
28.     1805002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1479
    Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Kristin María, Guðmundur, Hjörtur og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
29.     1805003F - Frístunda- og menningarnefnd - 73
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Páll Jóhann, Marta, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
30.     1805001F - Fræðslunefnd - 75
    Til máls tóku: Hjálmar, Þórunn, Marta, Guðmundur, Páll Jóhann, Hjörtur og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
31.     1804013F - Félagsmálanefnd - 90
    Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
32.     1805006F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 458
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur, bæjarstjóri, Kristín María og Marta, bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
33.     1804015F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 26
    Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
34.     1805007F - Skipulagsnefnd - 41
    Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Hjörtur, Guðmundur, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
35.     1805005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1480
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135