Fundur 41

  • Skipulagsnefnd
  • 15. maí 2018

41. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 14. maí 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.     1805038 - Borgarhraun 2: breyting á aðalskipulagi
    Erindi frá eigendum Borgarhrauns 2. Í erindinu er óskað eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að hægt sé að reka gistiheimili við Borgarhraun 2. Í gildandi aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er svæðið skilgreint sem íbúðabyggð.

Í ljósi þess að rekið hefur verið gistiheimili við Borgarhraun 2 í fjölda ára leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að unnin verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 þannig að ríkjandi landnotkunarflokkur verði verslun - og þjónusta.
         
2.     1804079 - Grindavíkurvegur: framkvæmdir 2018/2019
    Lagt fram.
         
3.     1805039 - Umsókn um byggingarleyfi og lóð: Stamphólsvegur 4
    Erindi frá VKlist kt. 470218-0530. Í erindinu er óskað eftir nýrri lóð við Stamhólsveg 4. Einnig er óskað eftir byggingarleyfi byggingarleyfi fyrir húsi í pakkhúsastíl fyrir léttan iðnaðar/liststarfsemi og þjónustu. Húsið er timburhús á staðsteyptum sökkli með steyptri botnplötu.

Erindinu fylgja teikningar unnar af Sveini Valdimarssyni dagsettar 07.05.2018. Erindinu fylgir samþykki nágranna fyrir nýrri lóð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnaðar verði nýjar lóðir við Stamphólsveg 4 og 6 og byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu eigenda Stamphólsvegar 2 ásamt fullnaðarhönnunargögnum og jákvæðum umsögnum heilbrigðiseftirlits, vinnueftirlits og slökkviliðs.
         
4.     1805040 - Umsókn um lóð: Hólmasund 1
    Erla Pétursdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Erindi frá 240 ehf. Í erindinu er óskað eftir lóð við Hólmasund 1 fyrir geymsluhúsnæði. Skv. deiliskipulagi fyrir svæðið sem staðfest var í b-deild stjórnartíðinda þann 7. ágúst 2012 og gildandi aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er Hólmasund 1 ætlað fyrir hafsækna starfsemi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
         
5.     1805046 - Umsókn um lóð: Hólmasund 1
    Erla Pétursdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Erindi frá Collagen ehf. Í erindinu er óskað eftir lóð við Hólmasund 1 fyrir collagenframleiðslu úr fiskroði. Skv. deiliskipulagi fyrir svæðið sem staðfest var í b-deild stjórnartíðinda þann 7. ágúst 2012 og gildandi aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er Hólmasund 1 ætlað fyrir hafsækna starfsemi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
         
6.     1805041 - Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 60
    Erindi frá Urtustein ehf. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á bílastæðum við Víkurbraut 60. Ljóst er að fyrirhugaðar breytingar munu hafa mikil áhrif á gangandi vegfarendur. Skipulagsnefnd frestar málinu og óskar eftir því að fá forsvarsmenn Urtusteins ehf. á næsta fund skipulagsnefndar.
         
7.     1805042 - Bluelagoon Challenge : umsókn
    Erindi frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur fyrir Bláa Lóns hjólreiðakeppni 2018. Vegna keppninnar þarf lokun Norðurljósavegar við Grindavík að Bláa Lóninu 9. júní 2018 frá kl 21-24. Einnig er óskað eftir aðstoð við lokun vega. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um leyfi lögreglu. Hægt er að nálgast lokunarskilti með hæfilegum fyrirvara í þjónustumiðstöð í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar.
         
8.     1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
    Lagt fram. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skýrslan verði samþykkt og prófarkalesin fyrir birtingu.
         
9.     1711017 - Daggæsla : Húsnæðismál
    Lagt fram.
         
10.     1805018 - Mannvirkjastofnun: Úttektir slökkviliða 2017, Grindavík
    Lagt fram. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
         
11.     1805037 - Akur: umsókn um byggingarleyfi
    Jón Guðmundur Ottósson sækir um byggingarleyfi f/h Fasteignafélagsins Steinar ehf. á breytingum innan og utanhúss að Akri skv. teikningum frá Tækniþjónustu SÁ ehf. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn. Nefndin bendir á að á lóðinni eru fornminjar.
         
12.     1804015F - 
    Lagt fram.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 15. október 2019

Fundur 1528

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. október 2019

Fundur 40

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 3. október 2019

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 2. október 2019

Fundur 87

Bćjarráđ / 1. október 2019

Fundur 1527

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2019

Fundur 40

Bćjarstjórn / 24. september 2019

Fundur 498

Skipulagsnefnd / 12. september 2019

Fundur 63

Bćjarráđ / 17. september 2019

Fundur 1526

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. september 2019

Fundur 39

Bćjarráđ / 10. september 2019

Fundur 1525

Frístunda- og menningarnefnd / 8. maí 2019

Fundur 83

Frístunda- og menningarnefnd / 9. september 2019

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2019

Fundur 39

Skipulagsnefnd / 2. september 2019

Fundur 62

Bćjarráđ / 3. september 2019

Fundur 1524

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2019

Fundur 497

Skipulagsnefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 61

Frćđslunefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 20. ágúst 2019

fundur 1523

Frístunda- og menningarnefnd / 14. ágúst 2019

Fundur 85

Bćjarráđ / 30. júlí 2019

Bćjarráđ, fundur nr. 1522

Bćjarráđ / 16. júlí 2019

Fundur 1521

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júlí 2019

Fundur 38

Bćjarráđ / 2. júlí 2019

Fundur 1520

Bćjarráđ / 25. júní 2019

Fundur 1519

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. júní 2019

Fundur 38

Skipulagsnefnd / 19. júní 2019

Fundur 59