Litla upplestrarhátíđin fór fram í gćr

  • Grunnskólafréttir
  • 9. maí 2018

Í gær fór fram Litla upplestrarhátíðin þar sem nemendur í 4.bekk lásu ljóð fyrir gesti á sal. Hátíðin er árlegur viðburður og undirbúningur fyrir stóru upplestrarkeppnina sem 7. bekkir taka þátt í á hverju ári.

Nemendur höfðu undirbúið sig vel undir stjórn kennara sinna, þeirra Erlu, Möttu, Veigu og Heiðars og gekk flutningur ljóðanna vel fyrir sig. Foreldrum hafði verið boðið að koma og fylgjast með og var þéttsetinn bekkurinn í salnum í gærmorgun.

Lesið var í litlum hópum, bekkirnir lásu ljóð saman og undir lokin las allur árgangurinn ljóðið Orðaforði eftir Þórarin Eldjárn. Þá fluttu nokkrir nemendur tónlistaratriði sem gerði stundina enn hátíðlegri.

Hér fyrir neðan mjá sjá fleiri myndir frá hátíðinni í gær.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir