Fundur 1478

  • Bćjarráđ
  • 1. maí 2018

1478. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 30. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:30.

Fundinn sátu:
Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     1804077 - Efnistaka í Rauðamel á Reykjanesi: beiðni um umsögn.
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Erindi frá skipulagsstofnun dags. 17. apríl 2018 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar. 

Bæjarráð telur að vel sé gerð grein fyrir framkvæmdinni í skýrslunni "Efnistaka í Rauðamel á Reykjanesi - Tillaga að matsáætlun" dagsett 6.4.2018.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umhverfisþætti matsins, valkosti þess, gagnaöflun sem fyrirhuguð er né hvernig til standi að vinna úr gögnum til að meta umhverfisáhrif og hvernig fyrirhugað er að setja þau fram í frummatsskýrslu.
Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi hjá Grindavíkurbæ.
         
2.     1804076 - Efnistaka í Stapafelli og Súlum: beiðni um umsögn.
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Erindi frá skipulagsstofnun dags. 9. apríl 2018 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar. 

Bæjarráð telur að vel sé gerð grein fyrir framkvæmdinni í skýrslunni " Efnistaka í Stapafelli á Reykjanesi " dagsett 5.4.2018
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umhverfisþætti matsins, valkosti þess, gagnaöflun sem fyrirhuguð er né hvernig til standi að vinna úr gögnum til að meta umhverfisáhrif og hvernig fyrirhugað er að setja þau fram í frummatsskýrslu.
Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi hjá Grindavíkurbæ.
         
3.     1804078 - Suðurnesjalína 2: beiðni um umsögn
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Erindi frá skipulagsstofnun dags. 23. apríl 2018 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um tillögu að matsáætlun fyrirhugaðra framkvæmda vegna Suðurnesjalínu 2.

Bæjarráð telur að vel sé gerð grein fyrir framkvæmdinni í skýrslunni "Suðurnesjalína 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ - Tillaga að matsáætlun" dagsett 16.4.2018.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umhverfisþætti matsins, valkosti þess, gagnaöflun sem fyrirhuguð er né hvernig til standi að vinna úr gögnum til að meta umhverfisáhrif og hvernig fyrirhugað er að setja þau fram í frummatsskýrslu.
Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi hjá Grindavíkurbæ.
         
4.     1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Húsnæðisáætlun og drög að reglum um stofnstyrki lagðar fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja húsnæðisáætlunina.

Reglum um stofnstyrki er vísað til næsta bæjarráðsfundar til frekari umfjöllunar.
         
5.     1709068 - Staður: Fyrirspurn um smáhýsi
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hjá landeiganda hvort landið geti nýst undir þessa starfsemi.
         
6.     1708151 - Starf frístundaheimila: Markmið og viðmið
    Reglur um frístundaheimili í Grindavík lagðar fram.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.
         
7.     1804045 - Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja: Ófullnægjandi frágangur frárennslislagna
    Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma með mögulegar lausnir á málinu á næsta bæjarráðsfund.
         
8.     1804044 - Fisktækniskóli Íslands: Aðalfundur 2018
    Fundarboð á aðalfund Fisktækniskóla Íslands þann 8. maí n.k. lagt fram. 
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Grindavíkurbæjar. Jafnframt tilnefnir bæjarráð Ólaf Þór Jóhannsson sem aðalmann og bæjarstjóra til vara.
         
9.     1804075 - Starfsmannamál: Trúnaðarmál
    Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs og bæjarstjórnar.
         
10.     1804032 - Starfsmannamál: Trúnaðarmál
    Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs og bæjarstjórnar.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 19. mars 2019

Fundur 1510

Skipulagsnefnd / 18. mars 2019

Fundur 53

Frístunda- og menningarnefnd / 6. mars 2019

Fundur 81

Frístunda- og menningarnefnd / 6. febrúar 2019

Fundur 80

Bćjarráđ / 6. mars 2019

Fundur 1509

Bćjarstjórn / 26. febrúar 2019

Fundur 493

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. febrúar 2019

Fundur 34

Bćjarráđ / 19. febrúar 2019

Fundur 1508

Bćjarráđ / 12. febrúar 2019

Fundur 1507

Bćjarráđ / 5. febrúar 2019

Fundur 1506

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 31. janúar 2019

Fundur 33

Bćjarstjórn / 29. janúar 2019

Fundur 492

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. janúar 2019

Fundur 33

Skipulagsnefnd / 21. janúar 2019

Fundur 50

Bćjarráđ / 22. janúar 2019

Fundur 1505

Frćđslunefnd / 10. janúar 2019

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32