Grindavíkurbćr verđur heilsueflandi samfélag

  • Fréttir
  • 26. apríl 2018

Nú á vordögum skrifaði Grindavíkurbær undir samning þess efnis að bæjarfélagið verði heilsueflandi samfélag. Það voru Fannar Jónasson bæjarstjóri og Birgir Jakobsson, þáverandi landlæknir, sem skrifuðu undir og handsöluðu samkomulag þess efnis.

Heilsueflandi samfélag er verkefni sem bæjarfélög vinna í samstarfi við embætti landlæknis. Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum er Heilsueflandi samfélag. Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.

Heilsuefling er ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína og bæta hana (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 1986) og er þar heildræn nálgun lykillinn að árangri. Enda getur umhverfi stuðlað að og gert einstaklingi kleift að velja sér lífsstíl sem er heilsueflandi. Ef vel er staðið að innleiðingu Heilsueflandi samfélags má vænta þess að íbúar bæti heilsu sína og lífsgæði. Þar er stefnt að því að auka ánægju, hamingju og heilsuhreysti sem allra flestra íbúa með því að öðlast aukna heilsumeðvitund, heilsulæsi, afköst og árangur. Fyrir vikið ætti samfélagið í heild að verða enn eftirsóknarverðara, hagkvæmara, , öruggara, sjálfbærara og skilvirkara.

Öll sveitafélög sem taka þátt í verkefninu hafa nokkuð frjálsar hendur hvernig verkefnið er unnið svo framalega sem verið er taka rétt skref í átt í að gera samfélagið heilsueflandi. Góðir hlutir gerast hægt og það að stuðla að raunverulegum breytingum í samfélögum krefst bæði tíma, samstarfs og samstöðu sem allra flestra. 

Skrifað undir samninginn

Samningurinn handsalaður með bros á vör


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!