Maí-fundur Kvenfélags Grindavíkur 4. maí

  • Fréttir
  • 26. apríl 2018

Hinn árlegi maí-fundur Kvenfélags Grindavíkur verður haldinn í Gjánni, föstudaginn 4. maí næstkomandi. Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk og hefst svo borðhald kl. 19:30
Steikarhlaðborð að hætti Antons, lambalæri með öllu tilheyrandi og geggjaður eftirréttur.


Dagskráin er stórglæsileg að þessu sinni:

•    Kaleb verður með okkur 
•    Stjörnuspá og svo Happdrættið verður á sínum stað
•    Skemmtilegt og óvænt atriði verður sýnt
•    Leynigestur og flott tónlistaratriði.

Þetta er vinkonukvöld svo endilega bjóðið vinkonum með.


En lofað er miklu stuði, hlátri og skemmtun á þessum fundi.
Miðinn kostar 6000 kr. og verðið þið að skrá ykkur og vinkonur fyrir 29. apríl n.k. í síma: 895-6412 (Tóta), 771-2608 (Rebekka) eða 661-9486 (Andrea).

ÞEMA FUNDARINS ER GRÆNN
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!