Fundur 483

 • Bćjarstjórn
 • 25. apríl 2018

483. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 24. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir 2. varaforseti.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     1803022 - Ársuppgjör 2017: Grindavíkurbær og stofnanir
    Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2017 er lagður fram til fyrri umræðu.

Lilja Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2017 og svaraði fyrirspurnum. 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu stærðir í ársreikningi 2017.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Kristín María

Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 248,2 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 93,2 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 291,5 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 108,7 milljónum króna í rekstrarafgang. 
Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar og fasteignaskattur eru 51,4 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 115,6 milljónum króna hærri en áætlun.
- Aðrar tekjur eru 22,0 milljónum króna hærri en áætlun.
- Laun og launatengd gjöld í reglulegri starfsemi eru 14,3 milljónum króna lægri en áætlun. 
- Laun og launatengd gjöld, gjaldfærðar eru 74,6 milljónir króna vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð, en ekki var gert ráð fyrir þessu í áætlun. 
- Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 0,5 milljónum króna undir áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður er 17,8 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir eru 1,5 milljónum króna hærri en áætlun.
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 36,7 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 9.426,6 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.758,6 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding er 599,4 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 27,6 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 206,8 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 8,6 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 7.668 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 81,3%.
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 57,1% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 521,6 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf. , þá er skuldahlutfallið 40,1%.
Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í bæði í A-hluta og A- og B-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar.
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 575,3 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 18,7% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 388,4 milljónum króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2017, 244,6 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 605,8 milljónum króna.
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 8,6 milljónir króna.
Handbært fé hækkaði um 349,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 259,9 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2017 var 1.945 milljónir króna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
         
2.     1803042 - Víkurbraut 20: umsókn um byggingarleyfi
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á Víkurbraut 20. Breytingarnar fela í sér að þak við bílskúr verður hækkaður. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að stækkunin sé innan nýtingarhlutfalls og að grenndarkynnt verði fyrir eigendum Víkurbrautar 18.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
3.     1803041 - Austurvegur 24a: umsókn um byggingarleyfi
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Páll Jóhann

Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á Austurvegi 24a. Breytingarnar fela í að bílskúr er innréttaður og útliti breytt. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að grenndarkynningu eigenda Austurvegar 22 og Mánagötu 29. Skipulagsnefnd bendir á að ekki er heimilt að skrá bílskúr sem séreign.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
4.     1804008 - Miðgarður 2: umsókn um byggingarleyfi
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur, Marta og Jóna Rut

Erindi frá NIS Development lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á Miðgarði 2. Breytingar fela í sér stækkun á veitingarstað, ásamt nýjum svölum og breytingum utanhús. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt og minnir á mikilvægi þess að aðgengi frá bílastæði að húsi sé innan lóðar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar en með þeim fyrirvara að gerð sé betur grein fyrir staðsetningu bílastæða innan lóðar ásamt samkomulagi um nýtingu bílastæða beggja lóðarhafa.
         
5.     1606076 - Hafnargata 6: umsókn um byggingarleyfi
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Erindi frá Bergbúum kt. 680406-1620 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breytingum á byggingarleyfi fyrir auknu gistirými, ásamt breytingu á innra skipulagi. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir HES, Vinnueftirlits og slökkviliðs. Byggingarleyfi er gefið út þegar fullnægjandi gögn berast.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
6.     1802069 - Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir
    Fundarhlé tekið 18:20 - 18:55

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu þeir málið og svöruðu fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Kristín María og Ásrún

Fyrir liggur kauptilboð í fasteignina að Gerðavöllum 17. Tilboðið er gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. 
Bæjarráð hefur haft til skoðunar möguleikana á því að stækka Krók með tveimur deildum eða nýjum leikskóla og stækkun á Hópsskóla með fjölgun á kennslustofum og stækkun starfsmannaaðstöðu. 
Á fjárhagsáætlun eru 25 mkr. fyrir hönnun á stækkun við Hópsskóla og hönnunar á nýjum leikskóla. Sú fjárhæð dugar fyrir hönnun á árinu 2018 en fyrir liggja tilboð í aðalhönnun á báðum hugmyndum.

Bæjarstjórn staðfestir kauptilboðið samhljóða og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupunum.

Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að fela sviðstjórum félagsþjónustu- og fræðslusviðs og skipulags- og umhverfissviðs að halda áfram með vinnu við hönnun á viðbyggingu við Hópsskóla og vinnu við fjölgun á leikskólarýmum.
         
7.     1804025 - Félagsleg heimaþjónusta: Breyting á reglum
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu. Inn kemur nýr þjónustuþáttur, þ.e. heimsending matar. Einnig þarf að koma inn nýr liður í gjaldskrá, þ.e. gjald vegna heimsendingar matar að fjárhæð 200 kr. ofan á matargjaldið þannig að heimsendur matur kosti 1.200 kr. skammturinn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
8.     1804039 - Reykjanesbær: Umsókn um fjölgun hjúkrunarrýma
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann og Kristín María

Bæjarráð Reykjanesbæjar vill að kannaður verði vilji annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum til að vera með í umsókn til Heilbrigðisráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma.

Bæjarstjórn samþykkir, með 6 atkvæðum að vísa málinu til SSS, Páll Jóhann situr hjá.
         
9.     1804016 - Endurnýjun heimasíðu: Ósk um viðauka
    Til máls tók: Hjálmar

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 810.000 kr. til að klára heimasíðuna. Verkefnið hefur dregist og áður veittar fjárheimildir hafa fallið niður. Með þessum viðauka fer kostnaður ekki yfir áður samþykkta áætlun sem var 2.500.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 810.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
10.     1802018 - Kosningar: Sveitarstjórnarkosningar 2018
    Til máls tók: Hjálmar

Tillaga
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að semja kjörskrá á grundvelli kjörskrárstofns frá Þjóðskrá Íslands. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk. í samræmi við III. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 1998.
                                 Samþykkt samhljóða
         
11.     1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta, Ásrún, Jóna Rut og Páll Jóhann

Fundargerð 855. fundar, dags. 15. desember 2017, lögð fram til kynningar.
         
12.     1803070 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta, Ásrún, Jóna Rut og Páll Jóhann

Fundargerð 856. fundar, dags. 26. janúar 2018, lögð fram til kynningar.
         
13.     1803070 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta, Ásrún, Jóna Rut og Páll Jóhann

Fundargerð 857. fundar, dags. 23. mars 2018, lögð fram til kynningar.
         
14.     1803070 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta, Ásrún, Jóna Rut og Páll Jóhann

Fundargerð 858. fundar, dags. 23. mars 2018, lögð fram til kynningar.
         
15.     1801031 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta, Ásrún, Jóna Rut og Páll Jóhann

Fundargerð 730. fundar, dags. 11. apríl 2018, lögð fram til kynningar.
         
16.     1801048 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María og Páll Jóhann

Fundargerð 491. fundar, dags. 12. apríl 2018, lögð fram til kynningar.
         
17.     1509126 - Fundargerðir: Þjónustuhópur aldraðra á Suðurnesjum - safnmál
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Kristín María, Marta og bæjarstjóri

Fundargerð 116. fundar, dags. 9. apríl 2018, lögð fram til kynningar.
         
18.     1804033 - Fundargerðir: Öldungaráð Grindavík 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Ásrún, Kristín María, Guðmundur, Marta, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerð 1. fundar, dags. 14. mars 2018, lögð fram til kynningar.
         
19.     1804033 - Fundargerðir: Öldungaráð Grindavík 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Ásrún, Kristín María, Guðmundur, Marta, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerð 2. fundar, dags. 11. apríl 2018, lögð fram til kynningar.
         
20.     1804007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1476
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Jóna Rut, Kristín María, Ásrún, Marta, bæjarstjóri og fjármálastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
21.     1804011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1477
    Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
22.     1804002F - Félagsmálanefnd - 89
    Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
23.     1804001F - Frístunda- og menningarnefnd - 72.
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Kristín María, Páll Jóhann, Ásrún, bæjarstjóri og Marta

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
24.     1804004F - Fræðslunefnd - 74
    Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Jóna Rut, Marta og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
25.     1804005F - Skipulagsnefnd - 40
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Marta og Jóna Rut og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
26.     1804006F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 28
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Jóhann, Marta, Jóna Rut, Ásrún og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
27.     1804010F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 457
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur, Marta, bæjarstjóri og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 21. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 14. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Bćjarráđ / 2. október 2018

Fundur 1494

Bćjarstjórn / 25. september 2018

Fundur 488

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Nýjustu fréttir 10

Lausar kennarastöđur vegna forfalla

 • Grunnskólafréttir
 • 21. nóvember 2018

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 21. nóvember 2018

Farsímalausir dagar í Grunnskólanum

 • Grunnskólafréttir
 • 20. nóvember 2018

Nemendur miđstigs lásu í yfir 700 klukkustundir

 • Grunnskólafréttir
 • 19. nóvember 2018

Prjónasystur komu fćrandi hendi

 • Lautafréttir
 • 19. nóvember 2018

Dagur íslenskrar tungu

 • Grunnskólafréttir
 • 16. nóvember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir leikskólann Krók

 • Grunnskólafréttir
 • 16. nóvember 2018