Opinn málefnafundur hjá Framsókn 25. apríl

  • Fréttir
  • 23. apríl 2018

Málefnavinna Framsóknar fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor er hafin og er öllum bæjarbúum boðið að taka þátt og hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir kosningar.

Opinn málefnafundur verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl, kl. 20:00 í Arnarborg, húsnæði Framsóknar, Víkurbraut 27.

Við hvetjum bæjarbúa til að mæta og nýta tækifærið til að hafa bein áhrif.

Til þess að fá sem flestar hugmyndir og sjónarmið upp á yfirborðið hefur Framsóknarfélag Grindavíkur ákveðið að vera einnig með rafræna könnun þar sem bæjarbúum gefst tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Könnunina má finna hér.

 
Við hvetjum sem flesta bæjarbúa til að taka þátt í könnuninni sem er nafnlaus.

Sjáumst á miðvikudaginn kemur kl. 20:00.

Framsóknarfélag Grindavíkur. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun