Fundur 40

  • Skipulagsnefnd
  • 18. apríl 2018

40. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 16. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.     1802042 - Austurvegur 26b: fyrirspurn um stækkun
    Erindi frá 240 ehf. Í erindinu er óskað eftir stækkun á lóð fyrir fjölgun smáhýsa á lóð við Austurveg 26b. Skipulagsnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
         
2.     1803039 - Stamhólsvegur 4: Fyrirspurn um lóð.
    Erindi frá Vigni Kristinssyni. Í erindinu er óskað eftir því að stofnuð verði lóð við Stamphólsveg 4. Á svæðinu er fyrirhugað að reisa mannvirki í pakkhúsastíl fyrir vinnustofu og verslun. Erindinu fylgja tillögur að samnýtingu á innkomu og tillögur að lóðatilhögun. Skipulagsnefnd hugnast hugmynd 2. Nefndin bendir á að grenndarkynna þarf áætlannir fyrir eigendum Stamphólsvegar 2 ásamt því að gera þarf breytingar á þingklýstum lóðablöðum. Sækja þarf formlega um byggingarleyfi.
         
3.     1803042 - Víkurbraut 20: umsókn um byggingarleyfi
    Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290 í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á Víkurbraut 20. Breytingarnar fela í sér að þak við bílskúr verður hækkaður. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að stækkunin sé innan nýtingarhlutfalls og að grenndarkynnt verði fyrir eigendum Víkurbrautar 18.
         
4.     1803041 - Austurvegur 24a: umsókn um byggingarleyfi
    Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290 í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á Austurvegi 24a. Breytingarnar fela í að bílskúr er innréttaður og útliti breytt. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að grenndarkynningu eigenda Austurvegar 22 og Mánagötu 29. Skipulagsnefnd bendir á að ekki er heimilt að skrá bílskúr sem séreign.
         
5.     1802063 - Gamlar vörður innan byggðar: fyrirspurn um áætlanir
    Erindi frá sögu- og minjafélagi Grindavíkur. Í erindinu er óskað eftir aðgerðum til að sporna við eyðileggingu á vörðum við Norðurhóp 12. Nefndin bendir á að fornar vörður eru í eðli sínu viðkvæmar. Ef átt er við vörðurnar þarf að gera slíkt af þekkingu ef halda á í upprunaleika þeirra. Ekki er til sérstök áætlun um viðhald á vörðum í Grindavík. Nefndin tekur undir bókun umhverfis- og ferðamálanefndar sem leggur til að sett verði upp skilti og að ungmenni frædd um vörður og tilgang þeirra.
         
6.     1802041 - Harbour view: Fyrirspurn um þyrlupall
    Erindi frá 240 ehf. Í erindinu er óskað eftir að fá að setja upp þyrlupall austan af Austurvegi 26b. Erindinu er hafnað.
         
7.     1804008 - Miðgarður 2 : fyrirspurn um stækkun
    Erindi frá NIS Development. í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á Miðgarði 2. Breytingar fela í sér stækkun á veitingarstað, ásamt nýjum svölum og breytingum utanhús. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt og minnir á mikilvægi þess að aðgegni frá bílastæði að húsi sé innan lóðar.
         
8.     1802078 - Samband ísl. sveitarfélaga: Frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum
    Lagt fram.
         
9.     1606076 - Hafnargata 6: umsókn um byggingarleyfi
    Erindi frá Bergbúum kt. 680406-1620. Erindinu fylgj Í erindinu er óskað eftir breytingum á byggingarleyfi fyrir auknu gistirými, ásamt breytingu á innra skipulagi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Hes, vinnueftirlits og slökkviliðs. Byggingarleyfi er gefið út þegar fullnægjandi gögn berast.
         
10.     1703015 - Þríþrautarfélag UMFN: Ósk um leyfi fyrir hjólreiðamót innan lögsögu Grindavíkur
    Erindi frá þríþrautafélagi UMFN. i Erindinu er óskað eftir leyfi til að halda hjólreiðamót þann 6 maí nk. Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
         
11.     1804030 - Hjólakeppni: umsókn um leyfi
    Stjórn hjólreiðadeildar UMFG og hjólreiðafélagsins Bjarts óskar eftir leyfi fyrir Íslandsmóti í götuhjólreiðum um er að ræða tvær aðskildar keppnir sem munu fara fram miðvikudaginn 20. júní og sunnudaginn 24. júní.
Keppnin sem fer fram þann 20. júní er tímatökukeppni og er fyrirhuguð á krísuvíkurvegi (Nr 42). Startað er við Seltún, hjólað að malbiksenda fyrir norðan kleifarvatn og snúið við þar á keilu og endað á sama stað. Óskað er eftir að fá að trufla umferð eða stöðva í stuttan tíma á meðan keppendur eru að snúa.
Keppni hefst kl 19:00 og verður lokið um kl 21:00
Keppnin sem fer fram þann 24. júní er hjólreiðakeppni þar sem allir eru ræstir saman í 3 vegalengdum og veðrur ræst frá Grindavík kl 9:00.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um leyfi veggerðar og lögreglu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á öryggismál og að merkingar séu í lagi.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 25. september 2018

Fundur 488

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Bćjarráđ / 11. september 2018

Fundur 1492

Hafnarstjórn / 10. september 2018

Fundur 460

Frćđslunefnd / 6. september 2018

Fundur 78

Bćjarráđ / 4. september 2018

Fundur 1489

Bćjarstjórn / 28. ágúst 2018

Fundur 487

Skipulagsnefnd / 23. ágúst 2018

Fundur 43

Frćđslunefnd / 13. ágúst 2018

Fundur 77

Frćđslunefnd / 11. júní 2018

Fundur 76

Bćjarráđ / 21. ágúst 2018

Fundur 1488

Bćjarráđ / 14. ágúst 2018

Fundur 1487

Bćjarstjórn / 10. ágúst 2018

Fundur 486

Bćjarráđ / 8. ágúst 2018

Fundur 1486

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. júlí 2018

Fundur 28

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 25. júlí 2018

Fundur 29

Bćjarráđ / 24. júlí 2018

Fundur 1485

Bćjarráđ / 17. júlí 2018

1484

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457