Ţorbjörn Fiskanes međ milljarđ í hagnađ

  • Fréttir
  • 24. nóvember 2003

Sett inn ţann 02.03.03
Hagnađur Ţorbjarnar Fiskaness hf. á árinu 2002 nam 1.219 milljónum fyrir skatta sem er 27,3% af tekjum ársins en var 267 milljónir eđa 6% af tekjum áriđ á undan. Hagnađur eftir skatta var 1.003 milljónir, sem er 22,5% af tekjum ársins. Er ţetta langbesta afkoma félagsins til ţessa en mestu munar ađ gengishagnađur ársins 2002 nam 730 milljónum en gengistap á árinu 2001 var 829 milljónir. Lagt verđur til ađ greiđa hluthöfum 17% arđ.
Rekstrartekjur ársins voru kr. 4.466 milljónir, en voru 4.427 milljónir áriđ á undan. Rekstrargjöld voru 3.273 milljónir en voru 2.997 milljónir áriđ 2001. Hagnađur fyrir afskriftir og fjármagnsliđi nam 1.193 milljónum króna sem er 26,7% af tekjum en var áriđ á undan 1.430 milljónir eđa 32,3% af tekjum.

Í tilkynningu félagsins segir, ađ líkur séu á ađ rekstur ársins 2003 verđi í ţokkalegu međallagi. Sterk stađa íslensku krónunnar hafi verulega tekjulćkkandi áhrif á sjávarútvegsfyrirtćki, eins og alla ađra útflutningsstarfssemi. Kostnađur viđ reksturinn hafi ekki lćkkađ ađ sama skapi og megi ţar nefna ađ hráefniskostnađur landvinnslu hefur hćkkađ verulega. Ţá hefur launakostnađur hćkkađ í landvinnslu. Félagiđ segir markađi fyrir afurđir fyrirtćkisins vera í ţokkalegu lagi og hafi afurđir selst jafnóđum og sé útlit fyrir ađ svo verđi áfram.
Tilkynning Ţorbjarnar Fiskaness


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir