Ingvi Ţór á skólastyrk í St. Louis háskólann

  • Körfubolti
  • 11. apríl 2018

Körfuknattleiksmaðurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun feta í fótspor Jóns Axels bróður síns í haust og leika körfubolta í bandaríska háskólaboltanum. Ingvi skrifaði undir samning í dag við St. Louis háskóla og fer þangað á skólastyrk. St. Louis leikur í A10 deildinni, sem er einmitt sama deild og Jón Axel og félagar í Davidson spila í, svo það er ekki ólíklegt að þeir bræður muni mætast á vellinum næsta vetur.

Ingvi Þór, sem fæddur er árið 1998, kom sterkur inn í lið Grindavíkur í vetur og skoraði tæp 11 stig í leik, tók 4 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar. Það var faðir Ingva, Guðmundur Bragason, sem greindi frá tíðindunum á Facebook nú rétt í þessu:

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir