Fundur 1476

  • Bćjarráđ
  • 11. apríl 2018

1476. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 10. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn:  Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka á dagskrá sem lið númer 1, með afbrigðum mál

1605024 Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum 

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.     1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Grindavíkur 2018 vegna hraðahindrana við Efstahraun og Gerðavelli, að fjárhæð 1.700.000 kr.

Ekki var farið í framkvæmdir 2016 vegna þess að kynning fyrir íbúa seinkaði fram á haust og einungis náðist að vinna eina hraðahindrun 2017. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 1.700.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
         
2.     1508077 - Heimasíða: Endurnýjun heimasíðu
    Upplýsinga- og skjalafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir verkefninu.
         
3.     1804016 - Endurnýjun heimasíðu: Ósk um viðauka
    Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til að fjárhæð 810.000 kr. til að klára heimasíðuna. Verkefnið hefur dregist og áður veittar fjárheimildir hafa fallið niður. Með þessum viðauka fer kostnaður ekki yfir áður samþykkta áætlun sem var 2.500.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 810.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
         
4.     1703066 - Ný persónuverndarlöggjöf 2018: Undirbúningur og innleiðing
    Minnisblað, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um kostnað sveitarfélaga vegna nýrra persónuverndarlaga lagt fram.
Upplýsinga- og skjalafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir að leita til utanaðkomandi aðila til að stýra innleiðingu.
         
5.     1802069 - Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir
    Framhald málsins frá fundi bæjarráðs þann 20.03.2018.

Sviðsstjóri félagsþjónustu og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fá kostnað við að byggja 2 deildir við leikskólann Krók, kostnað við viðbyggingu við Hópsskóla og felur bæjarstjóra að kanna með kaup á húsnæði undir dagvistun.
         
6.     1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarráð felur félagsmálanefnd að undirbúa drög að reglum um stofnframlög til húsnæðissjálfseignastofnana og leggja fyrir bæjarráð.
         
7.     1803069 - Hópsheiði 2 : Fyrirspurn um skipti
    Beiðni lóðarhafa á Hópsheiði 2 um lóðaskipti á íbúðarhúsalóð eða að Grindavíkurbær kaupi lóðina.

Bæjarráð hafnar erindinu.
         
8.     1712050 - Melhóll jarðvegslosun: Útboð
    Óskað er eftir 8.000.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun vegna uppbyggingar við efnislosunarstaðinn við Melhól.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 8.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
         
9.     1803061 - Innheimta vanskilakrafna: Samningur við Inkasso
    Drög að samningi við Inkasso lögð fram. Samningurinn er til 24 mánaða.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
         
10.     1803065 - Félag heyrnarlausra: Beiðni um stuðning
    Beiðni um styrk frá félagi heyrnarlausra til eflingar íþróttastarfs félagsins.

Bæjarráð hafnar erindinu.
         
11.     1802002 - Knattspyrnufélagið GG: ósk um styrk
    Óskað er eftir 60.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna hækkunar á samningi við knattspyrnufélagið GG.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 60.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
         
12.     1803005 - Listafélag Nemendafélags FSS: ósk um styrk
    Listafélag Nemendafélags FSS óskar eftir styrk.

Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 50.000 kr. sem tekinn verði af styrktarlið bæjarráðs.
         
13.     1803056 - Verðlaunahátíð barnanna: Óskað er eftir styrk
    Sögur, samtök um barnamenningu óska eftir styrk fyrir verðlaunahátíð barnanna.

Bæjarráð hafnar erindinu.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134