Auglýsing um atkvćđagreiđslu utan kjörfundar

  • Kosningar
  • 13. apríl 2018

Hafin er hjá sýslumönnum utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 26. maí nk. 
Unnt er að kjósa á eftirtöldum tímum hjá sýslumanninum á Suðurnesjum:

Grindavík:                                                          
-   Alla virka daga frá 3. apríl til 18. maí frá kl. 08:30 til 13:00. 
-   Dagana 22. maí til 25. maí frá kl. 08:30 til 18:00. 

Keflavík:  
-    Alla virka daga frá 3. apríl til 30. apríl frá kl. 08:30 til 15:00. 
-    Alla virka daga frá 2. maí til 25. maí frá kl. 08:30 til 19:00.
-    Laugardagana 5., 12., 19., og 26. maí frá kl. 10:00 til 14:00

Lokað verður hátíðadagana 19. apríl, 1. maí, 10. maí og 21. maí á báðum stöðum.
Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna. 

Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 22. til 25. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun.

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. 
Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl 16:00 þriðjudaginn 22. maí nk. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál