Helgihald í Grindavíkurkirkju um komandi páska verður sem hér segir:
29. mars, Skírdagur, kl. 20:00
Síðasta kvöldmáltíðin og hugleiðslustund.
Kaffi eftir stundina.
30. mars, Föstudagurinn langi, kl. 11:00
Passíusálmarnir lesnir, brotið upp með orgelleik milli lestra.
Sóknarbörn sjá um lesturinn. Fólk getur komið og farið að vild á meðan lestrinum stendur. Boðið upp á kaffi og meðlæti.
1. apríl. Páskadagur, kl. 08:00 – Hátíðarguðsþjónusta.
Súkkulaði, kaffi og rúnstykki eftir messu.
Páskaegg á hverju borði og málsháttur lesinn.
Hátíðarguðsþjónusta í Víðihlíð kl. 11:00
Allir velkomnir.