Fundur 482

 • Bćjarstjórn
 • 28. mars 2018

482. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður fyrir Jónu Rut Jónsdóttur, Hjörtur Waltersson varamaður fyrir Ásrúnu Kristinsdóttur og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1.     1803046 - Norðurhóp 62: Umsókn um lóð
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann.

Tekið fyrir erindi frá H.H. smíði kt. 430800-2480. Í erindinu er óskað eftir lóð við Norðurhóp 62. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
2.     1803043 - Norðurhóp 64: Umsókn um lóð
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Til máls tók: Hjálmar. 

Tekið fyrir erindi frá Viðar J ehf. kt. 581201-4270. Í erindinu er óskað eftir lóð við Norðurhóp 64. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
3.     1711043 - Verbraut 1: umsókn um niðurrif
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann.

Tekið fyrir erindi frá Hópsnesi ehf. kt. 470265-0199. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir niðurrifi á mannvirki við Verbraut 1, landnúmer 129131. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Nefndin bendir á að á lóðinni eru skráðar fornminjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
4.     1703053 - Gunnuhver: deiliskipulag
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Til máls tók: Hjálmar. 

Tekin fyrir leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Gunnuhver eftir auglýsingu þar sem fyrirhugað er að bæta og gera aðgengi að svæðinu betra. Tillagan var auglýst frá 5. júlí 2017 til 17. ágúst 2017 með athugasemdafresti á sama tíma. Í leiðréttri tillögu er deiliskipulagssvæðið minnkað og nær nú yfir 22 ha í stað 35 ha.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði afgreitt skv. 1. mgr. 42. skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagsfulltrúa að senda tillögu til Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
5.     1803016 - Iðnaðarsvæði á Reykjanesi: breytingar á afmörkun
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Til máls tók: Hjálmar. 

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi, dagsett í mars 2018. Breytingartillaga gerir ráð fyrir að deiliskipulagsmörkum svæðisins verði breytt í nágrenni við Gunnuhver. Breytingin er til þess fallin að samræma deiliskipulagsmörk iðnaðar- og orkuvinnslusvæði og skipulagsmörk nýs deiliskipulags, sem lagt er fram samhliða breytingartillögu þessari. Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda tillögu til Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
6.     1802029 - Grindavíkurhöfn: Dýpkun við Miðgarð
    Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Páll Jóhann, Guðmundur og Kristín María.

Hafnarstjórn óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til að klára alla dýpkunina við Miðgarð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin komi á samgönguáætlun 2019-2023. Gert er ráð fyrir að verkið kosti kr. 135.000.000 og hlutur Grindavíkurbæjar er 40%. Þó er gert ráð fyrir að Grindavíkurbær leggi alfarið út fyrir þessu og endurgreiðslan komi ekki fyrr en í fyrsta lagi 2019.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um 135.000.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til að klára alla dýpkunina við Miðgarð. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
         
7.     1802056 - Fjárhagsáætlun: Beiðni um viðauka
    Til máls tók: Hjálmar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 á deild 02561 að fjárhæð 110.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
8.     1802048 - Lögreglusamþykkt fyrir Grindavíkurbæ
    Til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann.

Lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum lögð fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu, en fyrri umræða fór fram á 481. fundi bæjarstjórnar 27.02.2018.

Bæjarstjórn samþykkir lögreglusamþykktina með 6 atkvæðum. Páll Jóhann greiðir atkvæði á móti.
         
9.     1610059 - Grindavíkurbær: Heilsueflandi samfélag
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Hjörtur og Páll Jóhann.

Á 1474. fundi bæjarráðs Grindavíkur var undirritaður samningur um heilsueflandi samfélag við Embætti landlæknis og er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
         
10.     1802018 - Kosningar: Sveitarstjórnarkosningar 2018
    Til máls tók: Hjálmar.

Á 1475. fundi bæjarráðs var samþykkt að Þorgerður Herdís Elíasdóttir verði aðalmaður í kjörstjórn í stað Jónínu Ívarsdóttur. Bæjarstjórn þarf að staðfesta þessa breytingu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Þorgerður Herdís Elíasdóttir verði aðalmaður í kjörstjórn Grindavíkurbæjar í stað Jónínu Ívarsdóttur.
         
11.     1801031 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Marta, Kristín María, Hjörtur og bæjarstjóri.

Fundargerð nr. 729, dags. 7. mars sl. er lögð fram til kynningar.
         
12.     1701094 - Fundargerðir: Svæðisskipulag Suðurnesja 2017
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri og Guðmundur. 

Fundargerð nr. 12, dags. 22. janúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
13.     1701094 - Fundargerðir: Svæðisskipulag Suðurnesja 2017
    Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Páll Jóhann og Guðmundur.

Fundargerð nr. 13, dags. 29. janúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
14.     1801048 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur og Páll Jóhann.

Fundargerð nr. 490, dags. 13. mars sl. er lögð fram til kynningar.
         
15.     1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja
    Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Marta og Guðmundur.

Fundargerð nr. 25, dags. 7. mars sl. er lögð fram til kynningar.
         
16.     1803035 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Kristín María og Guðmundur.

Fundargerð nr. 41, dags. 2. febrúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
17.     1803035 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og bæjarstjóri.

Fundargerð nr. 42, dags. 9. mars sl. er lögð fram til kynningar.
         
18.     1801077 - Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, bæjarstjóri og Kristín María.

Fundargerð nr. 267, dags. 1. mars sl. er lögð fram til kynningar.
         
19.     1509126 - Fundargerðir: Þjónustuhópur aldraðra á Suðurnesjum - safnmál
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann, bæjarstjóri og Hjörtur. 

Fundargerðir nr. 104-113 eru lagðar fram til kynningar. Þessar fundargerðir bárust Grindavíkurbæ þann 8. mars sl.
         
20.     1509126 - Fundargerðir: Þjónustuhópur aldraðra á Suðurnesjum - safnmál
    Til máls tók: Hjálmar

Fundargerð nr. 114, dags. 12. mars sl. er lögð fram til kynningar.
         
21.     1509126 - Fundargerðir: Þjónustuhópur aldraðra á Suðurnesjum - safnmál
    Til máls tók: Hjálmar.

Fundargerð nr. 115, dags. 19. mars sl. er lögð fram til kynningar.
         
22.     1803003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1473
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, bæjarstjóri, Hjörtur, Páll Jóhann og Guðmundur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
23.     1803006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1474
    Til máls tóku: Hjálmar, Hjörtur, Guðmundur, bæjarstjóri og Kristín María. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
24.     1803011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1475
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Páll Jóhann, Hjörtur, Þórunn og Marta

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
25.     1803009F - Félagsmálanefnd - 88
    Til máls tóku: Hjálmar og Kristín María.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
26.     1803004F - Frístunda- og menningarnefnd - 71
    Til máls tóku: Hjálmar og Kristín María.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
27.     1802016F - Fræðslunefnd - 73
    Til máls tóku: Hjálmar, Þórunn, Marta og Kristín María.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
28.     1803001F - Skipulagsnefnd - 39
    Til máls tóku: Hjálmar , bæjarstjóri og Marta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
29.     1803007F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 27
    Til máls tóku: Hjálmar, Hjörtur, Páll Jóhann, Marta og Guðmundur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Nýjustu fréttir 10

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Ađventustund í kirkjunni

 • Fréttir
 • 5. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018