Fundur 1475

  • Bćjarráđ
  • 21. mars 2018

1475. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 20. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Valgerður Jennýjardóttir varamaður fyrir Mörtu Sigurðardóttur.
Einnig sátu fundinn Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     1802069 - Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu og fræðslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir að nýta þá fjármuni sem eru nú þegar í fjárhagsáætlun 2018, vegna daggæslu, leikskóla og grunnskóla, að byggja við Hópsskóla sem svo gæti nýst sem úrræði fyrir daggæslu.

Bæjarráð ásamt, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra félagsþjónustu og fræðslusviðs, munu vinna málið áfram.
         
2.     1710085 - Hópið: Aðstaða milli Hóps og stúku
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Erindi frá Knattspyrnudeild um hönnun húsnæðis við Hóp og stúku sem kosta mun 237,5 milljónir kr. í byggingu, samkvæmt frumkostnaðaráætlun, fyrir utan hönnunarkostnað sem áætlaður er 26 milljónir kr.

Fundarhlé tekið kl. 18:00 - 18:15

Bókun frá fulltrúa B-lista
Fulltrúi B lista heldur sig við þá ákvörðun sem tekin var í fjárhagsáætlunargerð sl. haust að leggja til 110 milljónir árin 2018 - 2019 svo hægt yrði að byggja aðstöðu við Hópið sem innihéldi salerni, aðstöðu fyrir veitingasölu og skiptiklefa. Hönnunin sem lögð er fyrir bæjarráð er langt umfram það sem rætt var eða í kringum 800 fermetrar og kostnaður yfir 230 milljónir. Þar að auki mun þessi bygging vera dýrari í rekstri en sú sem áætluð er. Á sama tíma og lögbundin verkefni, svo sem fræðslumál mega við því að fá viðbótarhúsnæði og aukna fjármuni til rekstrarins er ekki ásættanlegt að auka byggingarmagn á íþróttasvæðinu og rekstrarkostnað umfram það sem ákveðið var í síðustu fjárhagsáætlun.
Fulltrúi B-lista

Bókun frá fulltrúa D-lista
Fulltrúi D-lista vill að haldið verði áfram með hönnunarvinnu í samræmi við tillögur knattspyrnudeildar. Þó að hönnunarvinnan sé kláruð hljóti að vera hægt að skipta upp verkinu síðar.
Fulltrúi D-lista

Bókun frá fulltrúa G-lista
Fulltrúi G-lista tekur undir með fulltrúa B-lista með frumkostnað á nýju mannvirki knattspyrnudeildarinnar. 26 milljón króna hönnunarkostnaður á byggingu sem er rúmlega 100% umfram þann kostnað sem settur var fram í fjárhagsáætlun er of mikill. Það er ríkur vilji G-listans að koma upp bæði salernisaðstöðu og veitingaaðstöðu ásamt því að settir verði skiptiklefar í aðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Hópið. Sú áætlun þarf einfaldlega að vera í samræmi við fyrirliggjandi áætlun. 
Fulltrúi G-lista

Bæjarráð hafnar erindinu með 2 atkvæðum Ásrúnar og Kristínar Maríu, gegn atkvæði Hjálmars.
         
3.     1710048 - Rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV: Bláa Lónið hf.
    Sýslumannsembættið á Suðurnesjum hefur sent Grindavíkurbæ umsóknir frá Bláa Lóninu um rekstrarleyfi að Norðurljósavegi 9-11. Fyrir liggja umsagnir frá Slökkviliði Grindavíkur, byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þar sem fram kemur að rekstrarleyfið nái til eftirfarandi reksturs:
1. Moss restaurant, veitingastaður sem rúmar allt að 60 gesti.
2. SPA restaurant, veitingastaður sem rúmar allt að 40 gesti.
3. Hótel með 150 rúmum í 62 gistirýmum, ásamt gestamóttöku þar sem hægt er að taka á móti allt að
200 gestum. Morgunverðarsalur í gestamóttöku hótels, sem rúmar allt að 60 gesti.
4. Afþreyingarlaug skv. reglugerð nr. 460/2015 og baðhús fyrir allt að 200 gesti.

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
         
4.     1802018 - Kosningar: Sveitarstjórnarkosningar 2018
    Tillaga um að Þorgerður Herdís Elíasdóttir verði aðalmaður í kjörstjórn í stað Jónínu Ívarsdóttur.

Samþykkt samhljóða
         
5.     1803034 - Svæðisskipulag Suðurnesja: Fundarbókun
    Lögð fram bókun af fundi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja þann 7. mars sl. vegna minnisblaðs um Málþing um íbúaþróun.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135