Fundur 39

  • Skipulagsnefnd
  • 20. mars 2018


39. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 19. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Ámundínus Örn Öfjörð varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Ármann Halldórsson, .

Dagskrá:

1.     1802062 - Beitingaskúrar við Vesturbraut: ósk um afturköllun leyfis til niðurrifs
    Erindi frá Minja- og sögufélagi Grindavíkur. Í erindinu er óskað eftir því að leitað verði umsagnar Minjastofnunar fyrir niðurrifi á Verbraut 1. Lagt er fram til atkvæðagreiðslu hvort leita eigi umsagnar Minjastofnunar og afturkalla leyfi til niðurrifs tímabundið. Tillögunni er hafnað með 4 atkvæðum gegn einu atkvæði B lista.
         
2.     1711043 - Verbraut 1: umsókn um niðurrif
    Erindi frá Hópsnes ehf. kt. 470265-0199. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir niðurrifi á mannvirki við Verbraut 1 landnúmer 129131. Lagt er til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum gegn einu atkvæði B lista. Fulltrúi B lista lagði til að afgreiðslunni yrði frestað meðan beðið yrði umsagnar Minjastofnunar.
Nefndin bendir á að á lóðinni eru skráðar fornminjar.
         
3.     1802027 - Víðgerði: gatnagerð 2018
    Sviðsstjóra falið að sleppa lóð sem nær undir spennustöð.
         
4.     1803016 - Iðnaðarsvæði á Reykjanesi: breytingar á afmörkun
    Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæði á Reykjanesi, dagsett í mars 2018. Breytingatillaga gerir ráð fyrir að deiliskipulagsmörkum svæðisins verði breytt í nágrenni við Gunnuhver. Breytingin er til þess fallin að samræma deiliskipulagsmörk iðnaðar- og orkuvinnslusvæði og skipulagsmörk nýs deiliskipulags, sem lagt er fram samhliða breytingartillögu þessari. Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda tillögu til Skipulagsstofnunar.
         
5.     1703053 - Gunnuhver: deiliskipulag
    Tekin fyrir leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Gunnuhver eftir auglýsingu þar sem fyrirhugað er að bæta og gera aðgengi að svæðinu betra. Tillagan var auglýst frá 5. júlí 2017 til 17. ágúst 2017 með athugasemdafresti á sama tíma. Í leiðréttri tillögu er deiliskipulagssvæðið minnkað og nær nú yfir 22 ha í stað 35 ha.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði afgreitt skv. 1. mgr. 42. skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagsfulltrúa að senda tillögu til Skipulagsstofnunar.
         
6.     1803039 - Stamhólsvegur 4: Fyrirspurn um lóð.
    Erindi frá Vigni Kristinssyni. Í erindinu er óskað eftir því að stofnuð verði 500 m2 lóð við Stamphólsveg 4 með nýtingarhlutfall 0,5. Á svæðinu er fyrirhugað að reisa mannvirki í pakkhúsastíl fyrir vinnustofu og verslun. Erindinu fylgja skissur. Skipulagsnefnd óskar eftir skriflegu leyfi eigenda Stamphólsvegar á 2 á því að lóð hans verði minnkuð sem nemur innkeyrslu. Einnig óskar nefndin eftir tillögu um samnýtingu á aðkomu inn á lóðirnar Stamphólsveg 2 og 4.
         
7.     1803042 - Víkurbraut 20: umsókn um byggingarleyfi
    Málinu frestað.
         
8.     1803041 - Austurvegur 24a: umsókn um byggingarleyfi
    Málinu frestað.
         
9.     1803043 - Norðurhóp 64: Umsókn um lóð
    Erindi frá Vigni J ehf. kt. 581201-4270. Í erindinu er óskað eftir lóð við Norðurhóp 64. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn erindið verði samþykkt.
         
10.     1803046 - Norðurhóp 62: Umsókn um lóð
    Erindi frá H.H. smíði kt. 430800-2480. Í erindinu er óskað eftir lóð við Norðurhóp 64. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn erindið verði samþykkt.
         
11.     1803047 - Staðarsund 3: Umsókn um byggingarleyfi
    Erindi frá H.H. smíði kt. 430800-2480. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu á áður samþykktum byggingaráformum með undirritun nágranna. Við útsetningu lóða kom í ljós að samþykkta tillagan samræmist ekki deiliskipulagi hvað varðar byggingareit. Fyrir liggur samþykki eigenda við Staðarsund 5. Samþykkt.
         
12.     1802042 - Austurvegur 26b: fyrirspurn um stækkun
    Forsvarsmenn 240 ehf. komu inn á fundinn og kynntu áætlanir sínar. Málinu frestað.
         
13.     1802041 - Harbour view: Fyrirspurn um þyrlupall
    Forsvarsmenn 240 ehf. komu inn á fundinn og kynntu áætlanir sínar. Málinu frestað.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135