Anna Sigríđur Sigurjónsdóttir er bćjarlistamađur Grindavíkur 2018

  • Menningarfréttir
  • 12. mars 2018

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari, hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Grindavíkur árið 2018 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin voru afhent við setningu Menningarviku laugardaginn 10. mars.  

Anna Sigríður hefur búið og starfað í Grindavík til fjölda ára. Hún er fædd 1. apríl 1961 og hefur verið athafnamikill listamaður allt frá árinu 1985 er hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum. Hún lauk námi frá AKI, Akademie Voor Beeldende Kunst í Hollandi árið 1989. Anna Sigríður hefur því unnið við myndlist í um þrjá áratugi og vinnur mest skúlptúra auk þess sem hún hefur gert innsetningar, ljósmyndir og flutt gjörninga. 

Anna Sigríður hefur haldið fjölmargar einkasýningar m.a. í Grindavík auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Anna Sigríður er afkastamikill listamaður og verk hennar eru í eigu fjölmargra fyrirtæki og opinberra stofnana. Vinnustofa og bústaður Önnu Sigríðar er í Þórkötlustaðarhverfi og hún hefur tekið á móti hópum á heimili sínu þar sem hún fer í ýmis hlutverk og framkvæmir listgjörninga, sem er mikil og góð kynning fyrir bæinn okkar.

Anna Sigríður hefur starfað við Grunnskóla Grindavíkur og einnig unnið að listsköpun og viðburðum í Heilsuleikskólanum Króki og Leikskólanum Laut. Á Menningarvikunni opnaði sýning á verkum nemenda á Leikskólanum Króki og Laut í Kvikunni, sem unnin eru í samvinnu við Önnu Sigríði og nefnist sýningin Hjartsláttur. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir