Setningarathöfn Menningarviku í Grindavíkurkirkju kl. 16:00 í dag

 • Fréttir
 • 10. mars 2018
Setningarathöfn Menningarviku í Grindavíkurkirkju kl. 16:00 í dag

Að venju verður glæsileg opnunarhátíð haldin við upphaf Menningarviku í Grindavíkurkirkju. Bæjarlistamaður Grindavíkur verður tilnefndur og fjöldi ungra söngvara stígur á stokk. Söngskóli Emilíu hefur verið með söngnámskeið í Grindavíkurbæ síðastliðna mánuði og á opnunarhátíðinni fá gestir að njóta afraksturs þrotlausra æfinga ungra söngvara í Grindavík. Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar að hátíð lokinni og eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta. Opnunarhátið Menningarviku hefst klukkan 16:00

Dagskrá Menningarviku laugardaginn 10. mars

11:00-17:00 SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM. Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum er ókeypis á öll söfn, þar á meðal Kvikuna. Allir velkomnir á opnunartíma og um að gera að heimsækja viðburði innanbæjar og hjá nágrönnum okkar á Suðurnesjum
13:00-16:00 Kvikan, SALTFISKSÝNING opin gestum
13:00-16:00 Kvikan, HJARTSLÁTTUR – FÓLKIÐ SEM BYGGIR JÖRÐINA. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara
13:00 – 17:00 Kvennó, SÖGUSLÓÐIR, saga Grindavíkur skoðuð útfrá persónusögu fjögurra einstaklinga sem bjuggu í Grindavík á fyrrihluta 20. aldar
14:00-17:00 Framsóknarhúsið, sýningaropnun. ÞORPIÐ – ÞÓRKÖTLUSTAÐARHVERFIÐ. Sýning á ljósmyndum Sólveigar M. Jónsdóttur, ljósmyndara
14:00 Víðihlíð, BLÍTT OG LÉTT hópurinn úr Vestmannaeyjum heimsækir Víðihlíð
16:00 Grindavíkurkirkja, FORMLEG SETNING MENNINGARVIKU 2018. Bæjarlistamaður tilnefndur, söngur og skemmtun og eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheimilið í veitingar 
22:00 Salthúsið, BLÍTT OG LÉTT hópurinn úr Vestmannaeyjum með tónleika. Aðgangseyrir 2.500 kr. miðar seldir við innganginn og í forsölu
22:00 Fish House Bar&Grill, HLYN&PROJECT WHISTLING GYPSY, DJ GEIR FLOVENT og 80‘s KVÖLD
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 21. september 2018

Sigga Dögg hitti nemendur unglingastigs

Íţróttafréttir / 20. september 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 10. september 2018

Matseđill nćstu tveggja vikna í Víđihlíđ

Fréttir / 7. september 2018

Opiđ sviđ á Fish house í kvöld

Íţróttafréttir / 6. september 2018

Ingibjörg međ Grindavík á ný í vetur

Fréttir / 6. september 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

 • Fréttir
 • 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

 • Tónlistaskólafréttir
 • 21. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

 • Fréttir
 • 18. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 16. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

 • Fréttir
 • 12. september 2018