Kvartett Filipe Duarte á Bryggjunni í kvöld

  • Fréttir
  • 7. mars 2018

Í kvöld kl. 21:00 stígur kvartett portúgalska gítarleikarans Filipe Duarte á Bryggjunni. Auk Filipe skipa kvartettinn þeir Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Ólafur Jónsson á tenór saxófón og Scott McLemore á trommur. Filipe og Sigmar kynntust í New York þar sem þeir stunduðu báðir nám við The New School. Í dag er Filipe búsettur í Berlín og er virkur þátttakandi í jazzlífinu þar í borg, sem og annars staðar á meginlandi Evrópu. Kvartettinn mun að mestu flytja frumsamda tónlist eftir þá Filipe og Sigmar. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og að vanda er frítt inn og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!