Húsakönnun í Ţórkötlustađahverfi - athugasemdir óskast

  • Fréttir
  • 5. mars 2018
Húsakönnun í Ţórkötlustađahverfi - athugasemdir óskast

Þessi misseri er unnið að rannsóknum í Þórkötlustaðahverfi vegna fyrirætlana um verndarsvæði í byggð í hverfinu. Í tengslum við það er unnið að úttektum á bæði húsum og minjum á svæðinu og nú hafa verið gefin út drög að húsakönnun fyrir svæðið. Skýrslan er unnin fyrir Grindavíkurbæ af þeim Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni arkitek.

Hún verður hluti af því efni sem lagt verður til grundvallar á greiningu og einkennum byggðar á svæðinu í lokaskýrslu um verndarsvæði í byggð í Þórkötlustaðahverfi sem áætlað er að komi út í sumarbyrjun. Áhugasömum gefst nú kostur á að kynna sér húsakönnunina og er hægt að hlaða henni niður af vef bæjarins. Frestur til að gera athugasemdir eða leggja til viðbætur við skýrsluna er til 21. mars næstkomandi. Athugasemdir skal senda til Elínar á netfangið elin@instarch.is

Húsakönnun í Þórkötlustaðahverfi - drög (PDF - 11mb)

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. mars 2018

Björt í sumarhúsi

Íţróttafréttir / 22. mars 2018

Stelpurnar töpuđu gegn KR í annađ sinn

Íţróttafréttir / 21. mars 2018

Menningarhjólaferđ á morgun

Fréttir / 21. mars 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Menningarfréttir / 19. mars 2018

Húsfyllir á Grindavíkurkróniku á Bryggjunni

Íţróttafréttir / 19. mars 2018

Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

Tónlistaskólafréttir / 19. mars 2018

Kátir krakkar frá Laut heimsćkja tónlistarskólann

Grunnskólafréttir / 16. mars 2018

Kennaranemar í heimsókn frá Danmörku

Íţróttafréttir / 16. mars 2018

Úrslitakeppnin hefst í kvöld - Ţorsteinn er klár