Konukvöld körfuknattleiksdeildar UMFG

  • Skemmtun
  • 1. mars 2018

Hið margrómaða konukvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður á sínum stað þetta árið, nánar tiltekið föstudagskvöldið 9. mars næstkomandi. Grindvískar konur ættu að taka kvöldið frá en miðað við skilaboðin frá deildinni verður þetta viðburður sem engin kona vill missa af:

„Grindvískar-skeleggar konur takið eftir og spennið beltin! Takið 9. mars frá því þá verður hent upp hinu margrómaða konukveldi Kvennakörfunnar. Búið er að ráða veislustjóra en hver það er verður ekki gefið upp fyrr enn í næstu setningu. Eyþór Ingi heitir maðurinn og má með sanni segja að metnaðurinn sé mikill. Ekki bara er hann fjallmyndarlegur með ljósa fyrirferðamikla lokka heldur er hann allt í senn ljúfur, skemmtilegur, fyndinn og með rödd sem sprengt getur hvaða meðal-sterku hljóðhimnu sem er. Það er aldrei að vita nema að boðið verði uppá óvænt skemmtiatriði....mun Bíbbinn jóðla??...strippar Jói??...syngur Elvis??? Kvöldið verður skemmtilegt því þú mín kæra ert að fara að mæta. Miðana verður hægt að nálgast hjá Lindu í Palóma. Nánari fréttir munum berast eftir því sem tíminn líður.“


Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir