Jón Emil endurkjörinn formađur Sjálfstćđisfélagsins í annađ sinn

  • Fréttir
  • 1. mars 2018
Jón Emil endurkjörinn formađur Sjálfstćđisfélagsins í annađ sinn

Fjölmenni var á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur sem haldinn var í húsi félagsins í gærkvöldi. Jón Emil Halldórsson var endurkjörinn formaður félagsins í annað sinn, en hann hefur verið formaður síðan 2016. Aðrir í stjórn voru kosnir Garðar Alfreðsson, Heiðar Hrafn Eiríksson, Jóhanna Sævarsdóttir, Kristín Gísladóttir, Ómar Davíð Ólafsson og Þórunn Svava Róbertsdóttir.  

Sérstakir gestir fundarins voru þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir  ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og alþingismennirnir Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason.

Fundurinn byrjaði á almennum aðalfundarstörfum, formaðurinn fór yfir starf félagsins á síðasta ári sem hefur að sögn verið mjög starfsamt. Þar bar hæst að félagið keypti nýtt húsnæði að Víkurbraut 25 og hafa félagar verið að gera það upp undanfarið, það gengur vel og verður nýja húsnæðið eflaust mikil lyftistöng fyrir félagið. Húsnæðið er með stórum sal og eldhúsi sem gerir Sjálfstæðisfélaginu kleift að halda flesta viðburði í eigin húsnæði.

Heiðar Hrafn Eiríksson fór yfir reikninga félagsins í fjarveru gjaldkera og voru þeir samþykktir samhljóða, og ku félagið standa vel. Eftir kosningar í stjórn og ýmis ráð og nefndir var gert kaffihlé með dýrindis kökum og kræsingum frá Láka á Salthúsinu. Eftir hlé tóku gestir fundarins til máls, þau sögðu frá því helsta sem væri á baugi í þinginu og svöruðu síðan spurningum gesta.  

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. mars 2018

Björt í sumarhúsi

Íţróttafréttir / 22. mars 2018

Stelpurnar töpuđu gegn KR í annađ sinn

Íţróttafréttir / 21. mars 2018

Menningarhjólaferđ á morgun

Fréttir / 21. mars 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Menningarfréttir / 19. mars 2018

Húsfyllir á Grindavíkurkróniku á Bryggjunni

Íţróttafréttir / 19. mars 2018

Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

Tónlistaskólafréttir / 19. mars 2018

Kátir krakkar frá Laut heimsćkja tónlistarskólann

Grunnskólafréttir / 16. mars 2018

Kennaranemar í heimsókn frá Danmörku

Íţróttafréttir / 16. mars 2018

Úrslitakeppnin hefst í kvöld - Ţorsteinn er klár