Jón Emil endurkjörinn formađur Sjálfstćđisfélagsins í annađ sinn

 • Fréttir
 • 1. mars 2018
Jón Emil endurkjörinn formađur Sjálfstćđisfélagsins í annađ sinn

Fjölmenni var á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur sem haldinn var í húsi félagsins í gærkvöldi. Jón Emil Halldórsson var endurkjörinn formaður félagsins í annað sinn, en hann hefur verið formaður síðan 2016. Aðrir í stjórn voru kosnir Garðar Alfreðsson, Heiðar Hrafn Eiríksson, Jóhanna Sævarsdóttir, Kristín Gísladóttir, Ómar Davíð Ólafsson og Þórunn Svava Róbertsdóttir.  

Sérstakir gestir fundarins voru þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir  ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og alþingismennirnir Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason.

Fundurinn byrjaði á almennum aðalfundarstörfum, formaðurinn fór yfir starf félagsins á síðasta ári sem hefur að sögn verið mjög starfsamt. Þar bar hæst að félagið keypti nýtt húsnæði að Víkurbraut 25 og hafa félagar verið að gera það upp undanfarið, það gengur vel og verður nýja húsnæðið eflaust mikil lyftistöng fyrir félagið. Húsnæðið er með stórum sal og eldhúsi sem gerir Sjálfstæðisfélaginu kleift að halda flesta viðburði í eigin húsnæði.

Heiðar Hrafn Eiríksson fór yfir reikninga félagsins í fjarveru gjaldkera og voru þeir samþykktir samhljóða, og ku félagið standa vel. Eftir kosningar í stjórn og ýmis ráð og nefndir var gert kaffihlé með dýrindis kökum og kræsingum frá Láka á Salthúsinu. Eftir hlé tóku gestir fundarins til máls, þau sögðu frá því helsta sem væri á baugi í þinginu og svöruðu síðan spurningum gesta.  

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 18. desember 2018

Jólahátíđ skólans og jólafrí

Fréttir / 17. desember 2018

Knattspyrnudeild Grindavíkur

Grunnskólafréttir / 14. desember 2018

Hátíđlegt í jólamat

Grunnskólafréttir / 13. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

Tónlistaskólafréttir / 13. desember 2018

Til nemenda Tónlistarskóla Grindavíkur, foreldra og forráđamanna

Grunnskólafréttir / 11. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

Fréttir / 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

Tónlistaskólafréttir / 10. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

Grunnskólafréttir / 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

Fréttir / 5. desember 2018

Ađventustund í kirkjunni

Fréttir / 5. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

Fréttir / 3. desember 2018

Búningaafhending yngri flokka í körfunni

Nýjustu fréttir 11

Gjaldskrá Lautar fyrir áriđ 2019

 • Lautafréttir
 • 18. desember 2018

Óvćnt heimsókn í fyrsta bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 13. desember 2018

Sungiđ fyrir krakkana á Laut

 • Grunnskólafréttir
 • 12. desember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir bókasafniđ

 • Bókasafnsfréttir
 • 11. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018