Fundur 481

  • Bćjarstjórn
  • 28. febrúar 2018

481. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir 2. varaforseti, Þórir Sigfússon varamaður fyrir Kristínu Maríu Birgisdóttur, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     1802054 - Fiskeldi á iðnaðarsvæði i5: Matsáætlun.
    Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Páll Jóhann

Tekin fyrir beiðni um umsögn um drög að tillögu að matsáætlun fyrir stækkun á fiskeldi Matorku um 3.000 tonn á ári á reit i5 vestan Grindavíkur.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.
         
2.     1802046 - Mánagerði 6: umsókn um byggingarleyfi
    Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Erindi frá Jóhanni Guðfinnssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi til þess að útbúa íbúð í bílskúr við Mánagerði 6. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigendum Mánagerði 4, Austurvegi 12 og 14. Skipulagsnefnd bendir á að ekki er heimilt að breyta bílskúr í séreign.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
         
3.     1712051 - Íþróttahús 2018: útboð
    Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur og Þórir

Opnun tilboða í verkið uppbygging íþróttamannvirkja í Grindavík fór fram þriðjudaginn 20. febrúar 2018 á bæjarskrifstofu Grindavíkur. Tilboð bárust frá Þarfaþing ehf, Munck Ísland, Grindin ehf og H.H. smíði ehf. 
Tæknideild leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Grindina ehf. Tilboðið er 518.071.060 kr. og er það 107 % af kostnaðaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Grindarinnar.
         
4.     1801082 - Beiðni um viðauka: innrétting Víðihlíð
    Til máls tók: Hjálmar 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 1.470.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
5.     1802038 - Daggæsla barna í heimahúsi: Reglur
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Páll Jóhann, Marta og Jóna Rut

Reglur um daggæslu barna lagðar fram til samþykktar. Ein breyting frá fyrirlögn í bæjarráði, heimild til að greiða niður þjónustu fari barn í daggæslu í annað sveitarfélag. Hefur verið samþykkt áður en gleymdist að setja inn í drögin. Reglurnar hafa verið samþykktar í félagsmálanefnd og í bæjarráði. Í þeim er lagður til aukinn almennur stuðningur við starfsemi dagforeldra.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.
         
6.     1802024 - Félagsleg heimaþjónusta: Gjaldskrá 2018
    Til máls tók: Hjálmar

Gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu 2018 lögð fram til staðfestingar. 
Bæjarráð samþykkti að hækka gjaldskrána fyrir árið 2018 um 3% og mun þá tímagjald hækka úr 1.250 kr. í 1.288 kr. og vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána og að gildistaka verði 1. mars.
         
7.     1802029 - Grindavíkurhöfn: Dýpkun við Miðgarð
    Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og svaraði hann fyrirspurnum. 

Til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar, sem framkvæmdaraðili, fer þess á leit við bæjarstjórn Grindavíkur, með vísan í 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, að ákveða hvort dýpkun í Grindavíkurhöfn sé háð mati á umhverfisáhrifum. 
Um er að ræða dýpkun framan við nýtt stálþil við Miðbakka á alls um 4.764 fermetra svæði. Dýpkunarsvæðið er allt hrein klöpp. Áður hefur verið dýpkað í höfninni á svæðum sem liggja að því svæði sem dýpka á nú.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Grindavíkurbær farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða Grindavíkurbæjar er að dýpkun framan við endurnýjað þil við Miðbakka sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
         
8.     1710083 - Grindavíkurhöfn: Gjaldskrá 2018
    Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og svaraði hann fyrirspurnum. 

Til máls tóku: Hjálmar

Gjaldskrá Grindavíkurhafnar fyrir árið 2018 lögð til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá.
         
9.     1802048 - Lögreglusamþykkt fyrir Grindavíkurbæ
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Guðmundur, Þórir og Jóna Rut

Fyrir liggur tillaga að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Bæjarráð vísaði lögreglusamþykktinni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir lögreglusamþykktina með 6 atkvæðum, Páll Jóhann greiðir atkvæði á móti.
         
10.     1802065 - Sameining Sandgerðis og Garðs: Beiðni um umsögn
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann og Marta

Óskað er umsagnar Grindavíkurbæjar þriggja um tillöguna Suðurnes. Í þeim tillögum sem bárust var nafnið í þremur útfærslum.

Suðurnesjabyggð, Suðurnesjabær eða Sveitarfélagið Suðurnes

Í leiðbeiningum Örnefnanefndar er kveðið á um að nafn á sveitarfélagi skuli tengjast viðkomandi svæði sérstaklega. Ef nafn það sem óskað er staðfestingar á tengist einnig svæði sem ekki tilheyrir viðkomandi sveitarfélagi ber að hafa eftirfarandi til viðmiðunar: 
Krafa er gerð um að viðkomandi sveitarfélag nái yfir meiri hluta þess svæðis sem nafnið tengist og að meiri hluti íbúa svæðisins búi í því sveitarfélagi. 
Jafnframt liggi fyrir að önnur sveitarfélög á svæðinu sem kunna að tengjast nafninu mótmæli því ekki sérstaklega að nafnið verði notað af sveitarfélaginu. 

Bæjarstjórn Grindavíkur tekur undir með bæjarráði Sveitarfélagins Voga sem var svohljóðandi:
Bæjarráð bendir á að með því að velja nafn á sveitarfélagið sem innifelur orðið "Suðurnes" kunna að koma upp flækjustig gagnvart þeim samtökum og sameiginlegu stofnunum sem eru í landshlutanum og kenna sig við Suðurnes.
         
11.     1702069 - Beiðni um umsögn: Lionsklúbbur Grindavíkur, tækifærisleyfi
    Til máls tók: Hjálmar 

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna fjáröflunarkvölds Lionsklúbb Grindavíkur í íþróttahúsinu þann 9. mars nk. frá kl. 18:00 til 00:00.

Bæjarstjórn samþykkir leyfisveitinguna.
         
12.     1802003 - Golfklúbbur Grindavíkur: Íslandsmót 35+ í Grindavík
    Tíl máls tóku: Hjálmar og Jóna Rut

Beiðni frá Golfklúbbi Grindavíkur um stuðning og styrk vegna umsóknar um að halda Íslandsmót í golfi 35+ næstu 3-5 árin. Bæjarráð samþykkir 300.000 kr. styrk á árinu 2018 og að annað fyrirkomulag á mótstíma verður útfært nánar í samráði við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og lagt fyrir bæjarráð. 

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 300.000 kr. sem tekinn verði af handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir stuðning við Golfklúbbinn meðan á mótinu stendur og samþykkir jafnframt viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 300.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
         
13.     1801031 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Ásrún

Fundargerð nr. 728, dags. 14. febrúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
14.     1802019 - Fundargerðir: Heklan 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Jóna Rut, Þórir og Páll Jóhann

Fundargerð nr. 62, dags. 2. febrúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
15.     1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
    Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Ásrún, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar 2017 frá því í apríl 2017, en hún barst með tölvupósti 31. janúar 2018. Meðfylgjandi eru einnig samþykktir fyrir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf með áorðnum breytingum sem samþykktar voru á aðalfundinum.
         
16.     1801048 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Ásrún, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Fundargerð nr. 489, dags. 8. febrúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
17.     1801077 - Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Þórir, Guðmundur, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Fundargerð nr. 266, dags. 25. janúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
18.     1801009 - Fundargerðir: Kvikan 2018
    Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, bæjarstjóri, Guðmundur, Jóna Rut, Páll Jóhann og Þórir

Fundargerð stjórnar Kvikunnar, dags. 12. febrúar sl. er lögð fram til kynningar.
         
19.     1802003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1470
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Þórir, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
20.     1802005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1471
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
21.     1802011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1472
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Ásrún og Jóna Rut, Marta, Guðmundur, bæjarstjóri og Þórir

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
22.     1802013F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 25
    Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur, Jóna Rut og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
23.     1802009F - Skipulagsnefnd - 38
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Þórir, Jóna Rut, Marta, Ásrún og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
24.     1801008F - Fræðslunefnd - 72
    Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Ásrún, bæjarstjóri, Páll Jóhann og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
25.     1802008F - Félagsmálanefnd - 87
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Jóna Rut, bæjarstjóri og Þórir

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
26.     1802006F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 26
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Páll Jóhann og Þórir

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
27.     1801004F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 455
    Til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
28.     1802007F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 456
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann og Þórir

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
29.     1802002F - Frístunda- og menningarnefnd - 70
    Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Þórir, Ásrún og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:50.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135