Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

  • Fréttir
  • 23. febrúar 2018

Fagstjóra í hreyfingu  vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara og sambands íslenskra sveitarfélaga. Leikskólinn er fimm deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum ,,Skóli á grænni grein" og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans.

Hæfniskröfur:

Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum 
börnum æskileg. 
Færni í samskiptum. 
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. 
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 420-1160 og 847-9859.
Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið frida@grindavik.is 

Endurnýja þarf eldri umsóknir.
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum