Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

  • Fréttir
  • 14. febrúar 2018
Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

Vefsíða Grindavíkurbæjar hefur fengið væna andlitslyftingu, en nýrri vefsíðu var hleypt af stokkunum í gær. Mikil vinna liggur að baki uppfærslunni enda eru allar stofnanir bæjarins ásamt UMFG í sama vefumhverfi, sem nú hefur verið uppfært. Sérstök áhersla var lögð á aðgengi í gegnum snjalltæki, enda kemur rúmlega helmingur af allri umferð á síðunni í gegnum síma og spjaldtölvur.

Sigurpáll Jóhannsson sá um forritun síðunnar en hönnun hennar var samvinnuverkefni Sigurpáls, Stefnu og Siggeirs F. Ævarsson, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar. 

Vefteymi bæjarins leggur nú nótt við nýttan dag við að elta uppi villur og vankanta sem óumflýjanlega koma upp við svona stóra og yfirgripsmikla uppfærslu. Allar ábendingar um það sem betur má fara má senda á netfangið siggeir@grindavik.is og reynum við að bregðast hratt og örugglega við öllum ábendingum.

Einhverjir notendur sem nota ákveðnar útgáfur af Internet Explorer og Edge hafa lent í vandræðum með að nota síðuna en hún birtist ekki rétt í öllum útgáfum af þeim vöfrum. Einfaldasta lausnin á því vandamáli er að nota aðra og betri vafra, en unnið er að lausn á þessu vandamáli þannig að síðan birtist og virki rétt í öllum vöfrum.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Tónlistarskólanum / 23. febrúar 2018

Dagur tónlistarskólanna 2018 á morgun, laugardag

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Fréttir / 23. febrúar 2018

Kútmagakvöld Lions föstudaginn 9. mars.

Fréttir / 21. febrúar 2018

Sumarstörf hjá Grindavíkurbć sumariđ 2018

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Öskudagsfjör í Hópsskóla

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Útgáfuveisla í 2. bekk

Grunnskólinn / 16. febrúar 2018

Dagur stćrđfrćđinnar í Grunnskóla Grindavíkur

Laut / 15. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 14. febrúar 2018

Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

Fréttir / 14. febrúar 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ