Fundur 480

 • Bćjarstjórn
 • 31. janúar 2018

480. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Hjörtur Waltersson varamaður, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1. 1801061 - Suðurnesjalína 2: Mat á umhverfisáhrifum
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Kristín María, Guðmundur

Drög að matsáætlun Suðurnesjalínu 2 tekin fyrir í samræmi við reglugerð um mat á umhverfisáhrifum. Í drögum er m.a. gerð grein fyrir:
- Valkostagreiningu, þ.e. hvaða valkostir er lagt til að meta í mati á umhverfisáhrifum.
- Helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar. 
- Hvernig staðið verði að mati á umhverfisáhrifum: Matsspurningar, gögn sem verður stuðst við og nýjar rannsóknir sem verður aflað.
- Fyrirkomulagi kynninga og samráðs.
- Framsetning gagna í frummatsskýrslu.

Skipulagsnefnd tekur undir þau sjónarmið að lagnaleiðir F, G og J verði ekki skoðaðar nánar þar sem þær lagnaleiðir eru í gegnum sérstaklega viðkvæm svæði. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drögin.

Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemdir við drögin.

2. 1704025 - Deiliskipulag: Húsatóftir eldisstöð.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Deiliskipulag Húsatófta tekið fyrir eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust og umsagnir frá Umhverfisstofnun og HES gáfu ekki tilefni til breytinga.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falin tillagan ásamt greinargerð með endanlegri áætlun til fullnaðarafgreiðslu skv. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

3. 1801021 - Hópshverfi austur: deiliskipulag
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Hjörtur, Guðmundur og Jóna Rut.

Lögð fram skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag austan Hópsbrautar. Deiliskipulagslýsing er undanfari deiliskipulags.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing að deiliskipulagi fyrir svæðið verði samþykkt skv. 1 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga
Lagt er til að deiliskipuleggja reiti 5 og 6 saman.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og samþykkir jafnframt að deiliskipulagslýsingin verði auglýst með áorðnum breytingum.

4. 1712068 - Reykjanesvirkjun: breyting á deiliskipulagi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Tekin fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi Reykjanesvirkjunar. Breytingin tekur til legu lagna og heita á borholu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2 mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

5. 1712048 - Efrahóp 28: fyrirspurn um breytingu á byggingarreit
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Erindi frá Einari Sveini Jónssyni. Í erindinu er óskað eftir breytingu á byggingarreit.

Skipulagsnefnd telur að stækkun á byggingarreit sé það óveruleg að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn sbr. 3 mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afstöðumyndina.

Bæjarstjórn tekur samhljóða undir bókun skipulagsnefndar.

6. 1801024 - Hólmasund 2 og 4: Umsókn um byggingarleyfi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Beiðni um byggingaleyfi frá Pure Icelandic Energy ehf.

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu vegna þess að mannvirkið nær 1,4 m. út fyrir byggingarreit. Byggjandi óskar eftir því að bæjarstjórn samþykki erindið með þeim fyrirvara að teikningar verði lagaðar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindið.

7. 1801060 - Tangarsund 5: fyrirspurning um íþróttasal
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Erindi frá HH Smíði. Í erindinu er óskað eftir leyfi til þess að hafa aðstöðu til hópþjálfunar á 2. hæð við Tangarsund 5.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs, HES og Vinnueftirlits. Skipulagsnefnd bendir á að sækja þarf um breytingu á byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindið með sama fyrirvara og hjá skipulagsnefnd.

8. 1712081 - Gunnuhver: umsókn um framkvæmdaleyfi

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut og Páll Jóhann

Erindi frá Reykjanesjarðvangi. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi við Gunnuhver. Framkvæmdin felur í sér gerð bílastæða, göngustíga og áningarstaða.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

9. 1712050 - Melhóll jarðvegslosun: Útboð
Fundarhlé tekið kl. 17:50 - 18:20

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Tekin fyrir tilboð fyrir rekstur á jarðvegslosunarsvæðinu við Melhól. Tveir verktakar buðu í verkið. Tæknideild leggur til við bæjarstjórn að samið verði við lægstbjóðanda Ellert Skúlason ehf.

Tillaga
Lagt er til að bæjarráð fái málið til fullnaðarafgreiðslu.
Samþykkt samhljóða

10. 1706018 - Grindavíkurhöfn: Öryggismál
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann og Kristín María

Samráðshópur um öryggismál á hafnarsvæðinu telur aðkallandi að bæta öryggi á gatnamótum Ránargötu og Seljabótar.

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð 4.350.000 kr. til framkvæmdanna sem tekið verður af handbæru fé.
Samþykkt samhljóða

11. 1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Marta, Guðmundur og Páll Jóhann

Lagðar fram upplýsingar frá Ríkisskattstjóra um fjölda fjölskyldna í Grindavík sem falla innan skilgreindra tekju- og eignaviðmiða sbr. reglugerð nr. 555/2016 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.
Fram kemur að það eru 507 fjölskyldur, af 1.400, sem falla innan þessara marka en það gerir 36,2%

12. 1702041 - Reglur og gjaldskrá: Gatnagerðargjöld

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið.

Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Páll Jóhann og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarráð samþykkti breytingar á "Samþykkt um gatnagerðargjöld" og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. Breytingar taka til 7. greinar.

Bæjarstjórn samþykkir Samþykkt um gatnagerðargjöld samhljóða

13. 1705058 - Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík
Til máls tóku: Hjálmar

Lögð fram tillaga að samþykktum fyrir Öldungaráð Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð vísaði samþykktunum til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Samþykkt fyrir Öldungaráð Grindavíkurbæjar

14. 1611060 - Nýbygging björgunarsveitarinnar: styrkbeiðni
Til máls tóku: Hjálmar

Lögð fram beiðni um útgreiðslu styrks vegna nýbyggingar björgunarsveitarinnar.

Á fundi bæjarstjórnar nr. 469 þann 29.12.2016 bókaði bæjarstjórn eftirfarandi: 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Björgunarsveitinni styrk að fjárhæð 7.000.000 króna. Útgreiðsla styrksins verður í nánara samkomulagi við Björgunarsveitina.

Bæjarráð samþykkir útgreiðslu styrksins og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 7.000.000 kr. sem tekið verði af handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykktir samhljóða tillögu bæjarráðs

15. 1704002 - Brú lífeyrissjóður: Breyting á A-deild sjóðsins
Til máls tóku: Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðmundur

Með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A deildar sjóðsins.

Lögð fram drög að samkomulagi um uppgjör milli Brúar lífeyrissjóðs og Grindavíkurbæjar um framlag Grindavíkurbæjar til A-deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna Jafnvægissjóðs, Lífeyrisaukasjóðs og Varúðarsjóðs.

Jafnvægissjóðnum er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017. 
Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins. 
Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.

Útreiknað framlag Grindavíkurbæjar í þessa 3 sjóði eru 240.659.817 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samkomulagið og felur bæjarstjóra að undirrita það. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða að greiða til lífeyrissjóðsins 240.659.817 kr. sem teknar verði af handbæru fé.

16. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Páll Jóhann og Jóna Rut

Fundargerð 724. fundar, dags. 13. desember 2017, lögð fram til kynningar.

17. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Páll Jóhann og Jóna Rut

Fundargerð 725. fundar, dags. 20. desember 2017, lögð fram til kynningar.

18. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Páll Jóhann og Jóna Rut

Fundargerð 726. fundar, dags. 28. desember 2017, lögð fram til kynningar.

19. 1801031 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Páll Jóhann og Jóna Rut

Fundargerð 727. fundar, dags. 10. janúar 2018, lögð fram til kynningar.

20. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Kristín María, Hjörtur, Páll Jóhann, Marta og bæjarstjóri

Fundargerð 487. fundar, dags. 14. desember 2017, lögð fram til kynningar.

21. 1801048 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Páll Jóhann og Jóna Rut

Fundargerð 488. fundar, dags. 11. janúar 2018, lögð fram til kynningar.

22. 1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerð 24. fundar, dags. 13. desember 2017, lögð fram til kynningar.

23. 1703069 - Fundargerðir: Kvikan 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Jóna Rut, Hjörtur og Guðmundur

Fundargerð stjórnar Kvikunnar, dags. 27. nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

24. 1801009 - Fundargerðir: Kvikan 2018
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Jóna Rut, Hjörtur og Guðmundur

Fundargerð stjórnar Kvikunnar, dags. 8. janúar 2018, lögð fram til kynningar.

25. 1712015F - Bæjarráð Grindavíkur - 1467
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Páll Jóhann, Kristín María og Hjörtur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

26. 1801009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1468
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Páll Jóhann, Kristín María, Hjörtur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27. 1801012F - Bæjarráð Grindavíkur - 1469
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Páll Jóhann, Kristín María, Guðmundur og Marta

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

28. 1801011F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 23
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Jóna Rut, Guðmundur og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

29. 1801013F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 24
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Jóna Rut, Guðmundur og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

30. 1712013F - Skipulagsnefnd - 37
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Hjörtur og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

31. 1712012F - Fræðslunefnd - 71
Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann og Marta

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

32. 1801007F - Félagsmálanefnd - 86
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Jóna Rut og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

33. 1801005F - Frístunda- og menningarnefnd - 69
Til máls tóku: Hjálmar og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

34. 1801002F - Almannavarnarnefnd Grindavíkur - 58
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Jóna Rut, Marta og Hjörtur

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:40.Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. júní 2019

Fundur 37

Frístunda- og menningarnefnd / 12. júní 2019

Fundur 84

Bćjarráđ / 11. júní 2019

Fundur 1518

Frćđslunefnd / 6. júní 2019

Fundur 88

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 28. maí 2019

Fundur 36

Bćjarstjórn / 28. maí 2019

Fundur 496

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. maí 2019

Fundur 37

Bćjarráđ / 21. maí 2019

Fundur 1515

Skipulagsnefnd / 13. maí 2019

Fundur 56

Bćjarráđ / 15. maí 2019

Fundur 1515

Bćjarráđ / 7. maí 2019

Fundur 1514

Afgreiđslunefnd byggingamála / 6. maí 2019

Fundur 36

Frćđslunefnd / 2. maí 2019

Fundur 87

Bćjarstjórn / 30. apríl 2019

Fundur 495

Skipulagsnefnd / 24. apríl 2019

Fundur 55

Skipulagsnefnd / 1. apríl 2019

Fundur 54

Bćjarráđ / 16. apríl 2019

Fundur 1513

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. apríl 2019

Fundur 35

Hafnarstjórn / 11. desember 2018

Fundur 463

Hafnarstjórn / 14. janúar 2019

Fundur 464

Hafnarstjórn / 11. febrúar 2019

Fundur 465

Hafnarstjórn / 8. apríl 2019

Fundur 466

Hafnarstjórn / 12. nóvember 2018

Fundur 462

Bćjarráđ / 9. apríl 2019

Fundur 1512

Frístunda- og menningarnefnd / 3. apríl 2019

Fundur 82

Bćjarráđ / 2. apríl 2019

Fundur 1511

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. mars 2019

35. fundur

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 27. mars 2019

Fundur 34

Bćjarstjórn / 26. mars 2019

Fundur 494

Bćjarráđ / 19. mars 2019

Fundur 1510

Nýjustu fréttir 10

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Dagskrá 17. júní

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Vinningshafar í hurđaleik

 • Fréttir
 • 12. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019