Fundur 1468

  • Bćjarráđ
  • 17. janúar 2018

1468. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 16. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Jóhann Pálsson varamaður og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1712050 - Melhóll jarðvegslosun: Útboð
Til fundarins voru mættir sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs og byggingafulltrúi og kynntu þeir málið.

Gögn málsins lögð fram til kynningar.

2. 1711017 - Daggæsla við Hraunbraut: Húsnæðismál
Til fundarins voru mættir sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs og byggingafulltrúi og kynntu þeir málið.

Tæknideild óskar eftir upplýsingum um útfærslu á hönnun og val á mannvirkjum.

Bæjarráð felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

3. 1712041 - Fræðslumál: Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Erindi frá foreldrum vegna barns í grunnskóla lagt fram.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar bæjarráðs.

4. 1801038 - Úthlutun íbúðar í Víðihlíð: Innréttingar
Til fundarins voru mættir sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs og byggingafulltrúi og kynntu þeir málið.

Einar H Þorsteinsson og Kristjana S Gunnarsdóttir óska eftir leyfi til að skipta um eldhúsinnréttingu.

Byggingafulltrúa er falið að ræða við Einar og Kristjönu.

5. 1801050 - Snjómokstur: samningar
Til fundarins voru mættir sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs og byggingafulltrúi og kynntu þeir málið.

Bæjarráð telur heppilegt að það verði skoðað fyrir næsta ár hvort betra sé að gera lengri samning við þá verktaka sem vilja sinna snjómokstri.

6. 1704002 - Brú lífeyrissjóður: Breyting á A-deild sjóðsins
Með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A deildar sjóðsins.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Brúar lífeyrissjóðs og Grindavíkurbæjar um framlag Grindavíkurbæjar til A-deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna Jafnvægissjóðs, Lifeyrisaukasjóðs og Varúðarsjóðs.

Jafnvægissjóðnum er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017.

Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins.

Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.

Útreiknað framlag Grindavíkurbæjar í þessa 3 sjóði eru 240.659.817 kr.

Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

7. 1712080 - Viðbragðsáætlun vegna smittilfella
Lögð fram tillaga frá fræðslunefnd um að settir verði niður verkferlar ef alvarleg smittilfelli koma upp í stofnunum á vegum sveitarfélagsins.

Bæjarráð tekur undir hugmyndir fræðslunefndar og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

8. 1711009 - Hvatningarverðlaun fræðslunefndar
Lögð fram drög að verklagsreglum fyrir hvatningarverðlaun fræðslunefndar. Fræðslunefnd vísar verklagsreglum til bæjarráðs.

Bæjarráð fagnar þessum verklagsreglum samþykkir þær.

9. 1705058 - Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík
Drög að samþykktum fyrir Öldungaráð Grindavíkurbæjar lögð fram til umræðu.

Bæjarráð vísar samþykktunum til samþykktar í bæjarstjórn.

10. 1801035 - Þorrrblót 2018: Beiðni um umsögn um tækifærisleyfi
Beiðni frá sýslumanni vegna þorrablóts Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildar UMFG þann 27. janúar.

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.

11. 1801044 - Knattspyrnudeild UMFG: Beiðni um styrk til kaupa á búnaði
Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild UMFG óska eftir styrk vegna kaupa á borðbúnaði sem og vegna leigu á stólum og borðum vegna þorrablóts.

Bæjarráð samþykkir kaup á borðbúnaði og styrk á móti leigu á borðum og stólum alls að fjárhæð 700.000 kr. af styrktarlið bæjarráðs.

12. 1801008 - SÍBS: Heilsufarsmælingar
Leitað er eftir styrk vegna verkefnisins gegn því að skjaldarmerki Grindavíkurbæjar fylgi boðunarbréfi.

Bæjarráð samþykkir 50.000 kr. styrk til verkefnisins.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75