Draugagisting í Bakka?

  • Fréttir
  • 5. febrúar 2018

Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti Minja- og sögufélag Grindavíkur á dögunum. Fyrir svörum sat formaður félagsins, Hallur Gunnarsson. Mikið og öflugt starf er unnið hjá félaginu, og allt saman í sjálfboðavinnu. Félagið heldur utan um mikinn fjölda af gömlum munum en einnig töluvert af gömlum myndum sem Hallur setur á stafrænt form og birtir á Facebook. 

Verbúðin Bakki sem er í eigu félagsins hefur vakið töluverða athygli enda var húsið notað í myndinni Ég man þig sem gerð er eftir samnefndri hryllingssögu Yrsu Sigurðardóttur. Sjónvarp Víkurfrétta fékk að skyggnast inn í húsið en Hallur segir frá því í innslaginu að komið hafi fram hugmyndir um að bjóða upp á draugagistingu í húsinu, þar sem fólki muni standa til boða að horfa á myndina og gista svo í húsinu, en hluti af sviðsmyndinni stendur enn óhreyfður innandyra.

Sjá má og lesa innslag Sjónvarps Víkurfrétta hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir