Hundrađ daga hátíđ hjá 1. bekk

  • Grunnskólinn
  • 30. janúar 2018
Hundrađ daga hátíđ hjá 1. bekk

Hundrað daga hátíðin var haldin hátíðleg í gær hjá fyrsta bekk í Grunnskóla Grindavíkur en gærdagurinn var einmitt eitt hundraðasti dagurinn þeirra í skóla. Börnin voru undanfarna daga búin að undirbúa hátíðina með því að skreyta stofurnar og búa til kórónur. 

Hver kóróna var með 10 strimla og 10 hlutir voru teiknaðir á hvern strimil, samtals 100 hlutir. Útgáfurnar voru margskonar og hver annarri flottari, það eru miklir listamenn í 1. bekk. Allir mættu í fínum fötum og þetta var flott partý, það voru ýmsar skemmtilegar stöðvar og verkefni sem þau gátu valið og í lokin fengu allir 10 stykki af 10 mismunandi gotteríum í kramarhús sem þau höfðu búið til og mauluðu það meðan þau horfðu á Mr Bean.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 19. mars 2018

Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

Grunnskólafréttir / 16. mars 2018

Kennaranemar í heimsókn frá Danmörku

Fréttir / 16. mars 2018

Umsókn um dvöl í Orlofshús í VG

Menningarfréttir / 16. mars 2018

Tvennir tónleikar á Menningarviku í kvöld

Íţróttafréttir / 15. mars 2018

Ađalfundi UMFG frestađ til 19. mars

Menningarfréttir / 15. mars 2018

Tónlistin í fyrirrúmi á Menningarviku í dag

Menningarfréttir / 14. mars 2018

Bíókvöld í Bakka 16. mars - Ég man ţig

Bókasafnsfréttir / 14. mars 2018

Stjörnu-Sćvar heimsćkir bókasafniđ í kvöld

Grunnskólafréttir / 14. mars 2018

Árshátíđ unglingastigs

Íţróttafréttir / 14. mars 2018

Jón Axel og félagar í úrslitin í háskólaboltanum

Íţróttafréttir / 13. mars 2018

Grindavík međ stórsigur á Ármanni

Menningarfréttir / 13. mars 2018

Valgeir Guđjónsson á Fish house á fimmtudaginn

Fréttir / 13. mars 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ