Menningarvika Grindavíkur og Safnahelgi á Suđurnesjum

 • Fréttir
 • 30. janúar 2018
Menningarvika Grindavíkur og Safnahelgi á Suđurnesjum

Vikuna 10.-18. mars verður Menningarvika Grindavíkur haldin og hefst vikan að vanda á Safnahelgi á Suðurnesjum. Undirbúningur er vel á veg kominn og að vanda verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá. Þeir aðilar sem vilja vera með viðburði eru hvattir til þess að vera í sambandi við Björgu Erlingsdóttur, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs sem heldur utan um skipulagningu vikunnar og dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum.

Opnunarhátíð Menningarviku verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 10. mars og við það tilefni verður bæjarlistamaður Grindavíkur útnefndur. Allir ættu að finna viðburði við sitt hæfi á Menningarvikunni, fjöldi sýninga, fyrirlestra, leiksýninga og tónleika verða í boði, kórar, hljómsveitir, uppistandarar og einleikarar leggja leið sína til Grindavíkur og einkennist vikan af viðburðum þar sem heimamenn jafnt sem gestir stíga á stokk.

Menningarfulltrúar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum eru nú að undirbúa dagskrá Safnahelgar. Safnahelgin er 10. og 11. mars. Þessi viðburður hefur ávallt vakið mikla ánægju gesta og heimamanna. En viðburðurinn er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma.

Eins og undanfarin ár munu auglýsingar birtast um viðburðinn á ljósvakamiðlum og samfélagsmiðlum. Auk þess sem hægt verður að nálgast dagskrá helgarinnar og annað efni um Safnahelgina á heimasíðunni, safnahelgi.is einnig á Facebooksíðu, Safnahelgi á Suðurnesjum. Hjá Grindavíkurbæ er það Björg sem safnar saman upplýsingum um viðburði og setur á dagskrá helgarinnar - bjorg@grindavik.is.

Helsti markhópur Safnahelgar eru íbúar höfuðborgarsvæðisins auk heimamanna. Fjölgað hefur gestum ár frá ári sem sækir Suðurnes heim vegna þessa viðburðar. Við viljum því hvetja rekstraraðila til að taka þátt í verkefninu, saman getum við unnið enn betur að því markmiði að fjölga heimsóknum, auka viðskipti við þjónustuaðila á svæðinu og styrkja jákvæða ímynd Suðurnesja.

Með þessum pósti er verið að vekja athygli ykkar á Safnahelgi á Suðurnesjum og tækifærum sem þeim fylgja með von um að að þátttaka veitingamanna á Suðurnesjum verði almenn og fastur liður í dagskránni þessa helgi.

Vinsamlegast hafið samband við bjorg@grindavik.is ef þið viljið vinna þetta verkefni með okkur eða ef einhverjar spurningar vakna.

Kveðja,
Menningarfulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 21. september 2018

Sigga Dögg hitti nemendur unglingastigs

Íţróttafréttir / 20. september 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 10. september 2018

Matseđill nćstu tveggja vikna í Víđihlíđ

Fréttir / 7. september 2018

Opiđ sviđ á Fish house í kvöld

Íţróttafréttir / 6. september 2018

Ingibjörg međ Grindavík á ný í vetur

Fréttir / 6. september 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

 • Fréttir
 • 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

 • Tónlistaskólafréttir
 • 21. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

 • Fréttir
 • 18. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 16. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

 • Fréttir
 • 12. september 2018