Mest lesnu fréttir ársins 2017

  • Fréttir
  • 11. janúar 2018

Vefur Grindavíkurbæjar nýtur nokkurrar sérstöðu meðal vefja sveitarfélaga þar sem við flytjum alla daga jákvæðar fréttir af Grindavík og Grindvíkingum. Vefurinn er því mikið lesinn en á síðasta ári birtust rúmlega 1.200 fréttir á vefnum, eða um 5 fréttir hvern einasta virka dag. Í upphafi árs hefur skapast sú hefð að líta yfir farinn veg og birta lista yfir tíu vinsælstu fréttir síðasta árs, og er sá listi hér að neðan.

Hægt er að smella á allar fréttirnar til að lesa þær:

1. Dagskrá Sjóarans síkáta 

2. Margrét S. Sigurðardóttir er Grindvíkingur ársins 2016 

3. Svona á matreiða saltfisk! 

4. Þorsteinn Finnbogason kom sá og sigraði í Finnlandi  

5. Guðlaug Erlendsdóttir ráðin aðstoðarskólastjóri  

6. Beggi bjargaði opnunarpartýinu  

7. Magnús Máni sigraði búningakeppnina í þriðja sinn  

8. Tveir meistarakokkar mætast - Halla og Maggi Texas  

9. Dagskrá Sjóarans síkáta laugardaginn 10. júní  

10. Tilkynning til foreldra vegna námsgagna

Lesendur sjá væntanlega nokkur kunnuleg andlit á þessum lista. Sjóarinn síkáti toppar listann líkt og árið áður og þá kemur gamall kunningi aftur inn á listann, saltfiskuppskrift frá árinu 2009. Þá er Þorsteinn Finnbogason, maður fólksins, ofarlega á lista fyrir körfuboltaafrek sín á Evrópumótinu í Finnlandi.

Grindavík.is er eins og áður sagði vinsæl síða og heimsóknir á hana mælast í topp 3-4 miðað við önnur sveitarfélög sem taka þátt í samræmdum vefmælingum Modernus. Þó hefur aðeins dregið úr umferð miðað við fyrri ár, en á sama tíma höfum við séð mikla virkni á Facebook-síðu bæjarins, sem t.a.m. hefur tekið við hlutverki myndasafns, sem áður var alfarið hýst hér á vefnum.

Grindavíkurbær hefur safnað að sér rúmlega 4.500 fylgjendum á Facebook og skipar sér í fremstu röð sveitarfélaga þegar kemur að virkni og sýnileika á samfélagsmiðlum. Markmiðið á nýju ári er að gera enn betur og jafnframt að uppfæra vefinn grindavík.is, sem er vissulega kominn örlítið til ára sinna. Stefnt er að því að opna nýjan vef strax á útmánuðum.

Það eru sannarlega spennandi veftímar framundan hjá Grindavíkurbæ!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun