Dröfn og Ólafur íţróttafólk ársins 2017

  • Íţróttafréttir
  • 31. desember 2017

Dröfn Einarsdóttir og Ólafur Ólafsson voru í dag kjörin íþróttafólk ársins 2017 í Grindavík, við hátíðlega athöfn í Gjánni. Dröfn er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, en hún lék 21 leik í deild og bikar í sumar og hefur verið fastamaður í U17 og U19 landsliðum Íslands. Ólafur var einn af burðarásum Grindavíkurliðsins sem fór alla leið í úrslit Íslandsmótsins gegn KR síðastliðið vor og hefur einnig leikið með A-landsliði Íslands á árinu. 

Tilnefndir sem íþróttamenn ársins 2017, í stafrófsröð:

Aron Snær Arnarsson - tilnefndur af júdódeild UMFG
Andri Rúnar Bjarnason - tilnefndur af knattspyrnudeild UMFG
Enok Ragnar Eðvarsson - tilnefndur af Hestamannafélaginu Brimfaxa
Hjálmar Hallgrímsson - tilnefndur af Golfklúbbi Grindavík
Ingólfur Ágústsson - tilnefndur af hjólreiðdeild UMFG
Ólafur Ólafsson - tilnefndur af körfuknattleiksdeild UMFG

Tilnefndar sem íþróttakonur ársins 2017, í stafrófsröð:

Andrea Ásgrímsdóttir - tilnefnd af Golfklúbbi Grindavíkur
Dröfn Einarsdóttir - tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Embla Kristínardóttir - tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Katrín Ösp Eyberg Rúnarsdóttir - tilnefnd af hestamannafélaginu Brimfaxa
Sandra Dögg Guðlaugsdóttir - tilnefnd af reiðhjólanefnd UMFG

Allar deildir UMFG,  ásamt Golfklúbbi Grindavíkur og Hestamannafélaginu Brimfaxa tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd. Það voru þau Þórunn Alda Gylfadóttir fyrir hönd frístunda- og menningarnefndar og Sigurður Enoksson formaður UMFG sem veittu viðurkenningarnar. Kjörinu stjórnaði Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og myndataka var í höndum Siggeirs F. Ævarssonar.

Grindavík.is óskar verðlaunahöfum og öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með árangurinn á árinu. Nánar verður fjallað um valið og aðrar viðurkenningar sem veittar voru við þetta tilefni á nýju ári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir