Hált í sleipu á Fish house í kvöld

  • Fréttir
  • 29. desember 2017

Hin goðsagnakennda sveit Hált í sleipu mun leika fyrir dansi á Fish House í kvöld. Gleðin hefst kl. 23:00. Þetta er viðburður sem enginn má missa af!

Hljómsveitin "Hált í sleipu" var stofnuð haustið 1991 og lék við góðan orðstýr í Grindavík á Hafurbirninum helgi eftir helgi, allt til ársins 1994. Sleipan snýr nú aftur og hefur sjaldan verið „sleipari“.

Staðsetningin sú sama en nýtt nafn, með betra soundi og skemmtilegri stemningu, Fish house.

Meðlimir eru/voru:
Tómas Gunnarsson, gítar
Ólafur Már Guðmundsson, trommur
Sigurður Viðarsson, hljómborð
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, söngur
Róbert Kjartansson var á bassanum en komst ekki í þetta comeback og því mun Sveinn Ari Guðjónsson plokka bassann í hans stað.

Kjörið tækifæri að sletta úr klaufunum rétt áður en nýtt ár gengur í garð!

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál