Friđarsúla mynduđ í friđargöngu Króks

 • Fréttir
 • 22. desember 2017
Friđarsúla mynduđ í friđargöngu Króks

Friðarganga á aðventunni hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2009 en í ár var allt útlit fyrir að ekkert yrði úr göngunni. Hugmyndin að göngunni kom upphaflega frá stjórnendum á Króki og ákvað starfsfólk hans að láta ekki deigann síga og viðhalda þessari skemmtilegu hefð. 

Foreldrum var boðið að slást í hópinn eins og vanalega og í ár var gengið frá leikskólanum og yfir á Landsbankalóðina þar sem börn, foreldrar og kennarar sungu saman nokkur lög, iðkuðu hugleiðslu og mynduðu að lokum friðarsúlu með því að beina vasaljósum upp í himininn. Boðið var upp á nýbakaðar kringlur og heitt súkkulaði með rjóma eftir gönguna. Einstaklega gaman var að sjá hversu margir foreldrar gefa sér ávallt tíma til að taka þátt.

Eins og áður sagði var friðargangan í upphafi hugmynd starfsfólks á Króki 2009 og kom fram í miðri þróunarvinnu samskiptastefnunnar Rósemd og umhyggja. Eftir hrun var mjög mikilvægt fyrir skólastofnanir að skapa andrúmsloft friðar og kærleika og aðstoða nemendur til að takast á við margvíslega fylgikvilla þessa erfiða tíma. Starfsfólk Króks langaði á þessum tíma að gefa af sér og ásamt því að fara friðargöngu var m.a. boðið upp á viðburð í skólanum fyrir alla bæjarbúa. Boðið var upp á sýningu á skólastarfinu, veitingar, spjall og fyrirlestur um náungakærleik, umhyggju og aðstoð. Nánar má lesa um þennan viðburð hér í frétt frá árinu 2008.

Markmið göngunnar er að efla samkennd og boða jákvæðni, gleði og kærleika meðal okkar og náðum við því markmiði svo sannarlega því einstakt andrúmsloft skapaðist á þessum dásamlega viðburði eins og endranær.
Gleðileg friðarjól

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 24. september 2018

Bćjarmálafundur hjá Samfylkingunni í kvöld

Grunnskólafréttir / 21. september 2018

Sigga Dögg hitti nemendur unglingastigs

Íţróttafréttir / 20. september 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni

Fréttir / 10. september 2018

Matseđill nćstu tveggja vikna í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

 • Fréttir
 • 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

 • Tónlistaskólafréttir
 • 21. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

 • Fréttir
 • 18. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 16. september 2018