Framtíđin er björt í Grindavíkurbć

 • Fréttir
 • 22. desember 2017
Framtíđin er björt í Grindavíkurbć

Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í velferðarþjónustu fyrir unglinga. Þar fer fram mikið óhefðbundið nám. Helstu markmið félagsmiðstöðva almennt eru að auka félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks, sinna forvörnum og veita börnum og unglingum stuðning og tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum.

Markmiðið er að starfið sé uppbyggjandi, jákvætt og skemmtilegt og verði að mikilvægum hluta í uppbyggingu heilbrigðra og sterkra einstaklinga inn í samfélagið. Það er mín skoðun að það sé í þágu samfélagsins að félagsmiðstöðvastarf sé virkt, faglegt og hafi áhrif á þá sem starfið sækja.Starfsfólk Þrumunnar setti sér nokkur markmið fyrir einu og hálfu ári. Ákveðið var að reyna að ná betur til unglingsstelpna, en mæting þeirra hafði áður verið dræm. Við náðum svo sannarlega því markmiði en í dag er mæting þeirra um 46% á móti 54% hjá strákunum.

Auk þess var ákveðið að bæta þjónustu hjá 10-12 ára börnum. Það gekk vonum framar og þurftum við að bæta við auka starfsmanni í starfið. Til að gera 10-12 ára starfið öflugara, sýnilegra og lýðræðislega ákváðum við að byrja með Minni-Þrumuráð. En í því eru tveir fulltrúar úr 5. bekk, tveir fulltrúar úr 6. bekk og þrír fulltrúar úr 7. bekk. Ráðið hittist 1-2 í mánuði. Það skipuleggur mánaðardagskrá með starfsmanni Þrumunnar og heldur utan um skipulag hvers viðburðar. Ráðið sér um að auglýsa alla viðburði og hefur það staðið sig með stakri prýði.

Í Minna-Þrumuráði læra börnin að halda utan um skipulag á viðburðum og lýðræðisleg vinnubrögð. Að vera í Minna-Þrumuráði er góð æfing fyrir komandi ár, þegar þeim stendur til boða að bjóða sig fram í nemenda- og Þrumuráð þegar þau eru komin á unglingastig grunnskólans.

Fyrir einu og hálfu ári var ákveðið að halda vel utan um mætingu unglinga í Þrumuna og skemmtilegt er að segja frá því að mætingin frá september-desember 2016 og 2017 jókst um 21%. Mætingatölur eru þó aðeins viðmið og ekki er hægt að hugsa um gæði starfsins út frá mætingu unglinga. Það eru einmitt þau kvöld sem fæstir mæta að maður nær bestu og innihaldríkustu samræðunum. Þó er ekki hægt að neita því að gaman er fyrir starfsfólk að sjá þessa aukningu og greinilegt er að Þruman sé eftirsóknarverð.

Fagþekking starfsmanna félagsmiðstöðva hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa síðustu rannsóknir í þessum málaflokki sýnt að félagsmiðstöðvastarf á Íslandi sé í fararbroddi í Evrópu. Aukin fagmennska og fagþekking í starfi félagsmiðstöðva er að miklu leiti komin frá vinsælli námsbraut við Háskóla Íslands, tómstunda- og félagsmálafræði. Félagsmiðstöðvarstarfsmenn nálgast málefni unglinga á annan hátt en skólinn gerir. Unglingar mæta í félagsmiðstöðina sína af frjálsum og fúsum vilja. Þar mæta þeir starfsmönnum á jafningjagrundvelli. Þeir eru ófeimnir við að ræða við starfsmenn um ákveðin málefni sem skipta þau máli og þeir fá tækifæri á að velta hugmyndum sínum og skoðunum fyrir sér, í návist vina sinna og kunningja, á óformlegri vettvangi.

Þegar starfsfólk og unglingar eru jafningjar þá hefur starfsfólkið tækifæri á að veita ráðgjöf á öðrum forsendum en t.d. foreldrar og starfsfólk skólastofnanna. Þetta mikla traust sem unglingar bera til starfsfólk félagsmiðstöðva fylgir mikil ábyrgð og því þarf hver félagsmiðstöð að vera búin starfsfólki sem er reiðubúið að standa undir henni.

Félagsmiðstöðin Þruman skipuleggur tómstundastarf fyrir 8-16 ára börn og unglinga í Grindavíkurbæ. Ég tel mikilvægt að starfið sé í höndum starfsmanna með menntun í faginu og af báðum kynjum. Þannig er auðveldara að koma til móts við þarfir sem flestra sem starfið sækja. Það er margt gott í starfinu í dag en alltaf er hægt að gera betur. Það eru mörg sóknarfæri í Þrumunni og það væri ánægjulegt að sjá starfið blómstra en frekar í náinni framtíð.Þar sem ég þarf að láta af störfum í Þrumunni núna í desember, langar mig að nýta tækifærið og þakka öllum þeim börnum og unglingum sem ég hef unnið með síðasta eina og hálfa árið fyrir yndislegan tíma. Það hefur verið forréttindi að vinna með svona flottum einstaklingum. Þið eruð ástæðan fyrir því að manni hlakkaði til að mæta í vinnunna á morgnana og á kvöldopnanir. Þið eruð ástæðan fyrir því að framtíðin sé björt hjá Grindavíkurbæ.

Fyrir hönd starfsfólks Þrumunnar
Sigríður Etna

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 24. september 2018

Bćjarmálafundur hjá Samfylkingunni í kvöld

Grunnskólafréttir / 21. september 2018

Sigga Dögg hitti nemendur unglingastigs

Íţróttafréttir / 20. september 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni

Fréttir / 10. september 2018

Matseđill nćstu tveggja vikna í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

 • Fréttir
 • 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

 • Tónlistaskólafréttir
 • 21. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

 • Fréttir
 • 18. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 16. september 2018