Fundur 479

 • Bćjarstjórn
 • 20. desember 2017

479. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 19. desember 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi, Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir 2. varaforseti, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður, Hjörtur Waltersson varamaður, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1708096 - Gatnagerð: Fiskasund
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins.

Til máls tóku: Kristín María

Opnun tilboða í verkið "Fiskasund: Gatnagerð og lagnir" fór fram þriðjudaginn 28. nóvember 2017 á bæjarskrifstofu Grindavíkur. Tilboð bárust frá Jón og Margeir ehf, Ellert Skúlason ehf og GG Sigurðsson ehf.
Tæknideild leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Ellert Skúlason ehf. Tilboðið er 41.236.950 kr. og er það 61,2% af kostnaðaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Ellert Skúlason ehf.

2. 1708099 - Gatnagerð: Víkurhóp
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins.

Til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

Opnun tilboða í verkið "Víkurhóp: Gatnagerð og lagnir" fór fram þriðjudaginn 28. nóvember 2017 á bæjarskrifstofu Grindavíkur. Tilboð bárust frá Jón og Margeir ehf, Ellert Skúlason ehf og GG Sigurðsson ehf.
Tæknideild leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Jón og Margeir ehf. Tilboðið er 87.234.000 kr. og er það 82,7% af kostnaðaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Jón og Margeir ehf.

3. 1712025 - Norðurhóp 62: Umsókn um byggingarleyfi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Erindi frá Hannesi Sigurgeirssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 3. hæða fjölbýlishúsi. Erindinu fylgja teikningar frá Rýma arkitektum dags. 27.11.2017. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar ákvæði í kafla 2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru uppfyllt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

4. 1712024 - Norðurhóp 64: Umsókn um byggingarleyfi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins.

Til máls tóku: Kristín María

Erindi frá Hannesi Sigurgeirssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 3. hæða fjölbýlishúsi. Erindinu fylgja teikningar frá Rýma arkitektum dags. 27.11.2017. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar ákvæði í kafla 2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru uppfyllt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

5. 1712022 - Norðurhóp 66: Umsókn um byggingarleyfi

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins.

Til máls tóku: Kristín María

Erindi frá Rýma arkitektum. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 3. hæða fjölbýlishúsi. Erindinu fylgja teikningar frá Rýma arkitektum dags. 27.11.2017. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar ákvæði í kafla 2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru uppfyllt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

6. 1712026 - Verbraut 1: breyting á skipulagi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Guðmundur, Marta og Jóna Rut

Hópsnes ehf. sækir um leyfi til breytingar á skipulagi á þann hátt að Verbraut 1 verði sameinuð við Verbraut 3 og lóðin verði skilgreind í deiliskipulagi hafnarsvæðis í staðinn fyrir gamla bæjarins. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaaðili fái heimild skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 1123/2010 til þess að hefja gerð breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis, gamla bæjarins og aðalskipulagi þannig að lóðin Verbraut 1 falli inn í deiliskipulag hafnarsvæðis undir atvinnustarfsemi.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 4 atkvæðum, Ásrún og Marta greiða atkvæði á móti, Hjörtur situr hjá.

7. 1712050 - Melhóll jarðvegslosun: Útboð
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

Tekin fyrir útboðsgögn fyrir rekstur á jarðvegslosunarsvæðinu við Melhól. Ellert Skúlason ehf. og Jón og Margeir ehf. hafa óskað eftir útboðsgögnum eftir forval. Tæknideild leggur til við bæjarstjórn að þeim verði boðið að fá útboðsgögnin og bjóða í verkið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu tæknideildar

8. 1712051 - Íþróttahús 2018: útboð
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Hjörtur, Marta, Guðmundur og Ásrún

Tekin fyrir útboðsgögn fyrir nýju íþróttahúsi ásamt tengibyggingu við Austurveg 1. Gögnin eru unnin af Batteríinu arkitektum. Tæknideild leggur til við bæjarstjórn að verkið verði boðið út í opnu útboði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu tæknideildar.

9. 1709128 - Lóðaúthlutanir: Reglur
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Krisín María

Bæjarráð hefur samþykkt reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

10. 1702041 - Reglur og gjaldskrá: Gatnagerðargjöld
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Lagðar eru til breytingar á 7. grein sem snúa að heimildum til sérstaks greiðslufrests á greiðslu gatnagerðargjalda. Bæjarráð samþykkti breytingarnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingarnar á 7. grein.

11. 1706018 - Grindavíkurhöfn: Öryggismál
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við fyrirtöku málsins og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut og Guðmundur, Jóna Rut

Tillögur að breytingum á gatnamótum Ránargötu og Seljabótar lagðar fram.

12. 1712036 - Afrekssjóður: ósk um viðauka fyrir árið 2017

Til máls tók: Kristín María

Óskað er eftir 130.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna afrekssjóðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 130.000 við fjárhagsáætlun ársins 2017 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

13. 1712030 - Fjárhagsáætlun 2017: viðauki vegna Víðihlið
Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 480.000 kr. til lagfæringa á íbúðum í Víðihlíð sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

14. 1712029 - Tölvubúnaðarkaup 2017: Beiðni um viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2017
Til máls tók: Kristín María

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæði 13.626.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á tölvukaupalið tölvudeildar 21421-2856.

Gjaldfærðar verða 4.733.000 kr á einstakar deildir og eignfærðar hjá Eignasjóði verða 8.893.000 kr. sbr. fyrirliggjandi minnisblað.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

15. 1712005 - Slökkvilið Grindavíkur: Beiðni um viðauka

Til máls tók: Kristín María

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 480.000 kr. vegna reksturs slökkviliðsbifreiða.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 480.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

16. 1712049 - Slökkvilið Grindavíkur: ósk um viðauka vegna biðfreiðar
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Jóna Rut, Guðmundur og Marta

Slökkvilið Grindavíkur óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 4.300.000 kr. til kaupa á Hilux d/c 2,4 diesel.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka að fjárhæð 4.300.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

17. 1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017
Til máls tóku: Kristín María og Marta

Fundargerð 854. fundar, dags. 24. nóvember sl. er lögð fram til kynningar.

18. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, bæjarstjóri, Ásrún og Jóna Rut

Fundargerð 723. fundar, dags. 23. nóvember sl. er lögð fram til kynningar.

19. 1701094 - Fundargerðir: Svæðisskipulag Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Kristín María,Guðmundur, bæjarstjóri

Fundargerð 11. fundar, dags. 11. desember sl. er lögð fram til kynningar.

20. 1702015 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2017
Til máls tóku: Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerð 41. fundar, dags. 8. desember sl. er lögð fram til kynningar.

21. 1703013 - Fundargerðir: Heklan 2017
Til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerð 61. fundar, dags. 8. desember sl. er lögð fram til kynningar.

22. 1704044 - Fundargerðir: Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja 2017

Til máls tók: Kristín María

Fundargerð 265. fundar, dags. 22. nóvember sl. er lögð fram til kynningar.

23. 1712001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1465
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Marta, bæjarstjóri, Jóna Rut, Guðmundur og Hjörtur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

24. 1712005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1466
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Hjörtur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

25. 1712004F - Skipulagsnefnd - 36
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur, Marta, Hjörtur og Þórunn

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

26. 1712006F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 22
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Hjörtur, Jóna Rut og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27. 1711014F - Fræðslunefnd - 70
Til máls tóku: Kristín María, Þórunn, Ásrún og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

28. 1712007F - Félagsmálanefnd - 85
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Jóna Rut, Guðmundur, Marta, Hjörtur, Þórunn og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

29. 1712002F - Frístunda- og menningarnefnd - 68
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Ásrún, Hjörtur, Guðmundur og Þórunn

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

30. 1711013F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 454
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur, Ásrún, Hjörtur, Marta, Hjörtur og Þórunn

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25.

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Nýjustu fréttir 10

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018