Grindvíkingar mörđu sigur á Akureyri

 • Körfubolti
 • 15. desember 2017
Grindvíkingar mörđu sigur á Akureyri

Grindvíkingar sluppu með skrekkinn gegn Þórsurum á Akureyri í gær en minnstu mátti muna að þeir glopruðu sigrinum úr höndum sér á lokasekúndunum. Grindvík leiddi svo til allan leikinn en Þórsarar gerðu áhlaup undir lokin og gerðu heiðarlega tilraun til að tryggja sér sigurinn. Í stöðunni 77-80 áttu Þórsarar víti, ofan í vildi boltinn ekki en Sigurður Þorsteinsson sótti boltann of snemma og heimamenn fengu 2 stig. Staðan 79-80 en Sigurður bætti upp fyrir mistökin og skoraði körfu eftir góða sókn og tryggði Grindvíkingum sigurinn.

Karfan.is fjallaði um leikinn:

Æsispennandi lokamínútur í leik Þórs og Grindavíkur

,,Við vorum svolítið á hælunum og það vantaði þessa geðveiki sem við höfum sýnt hérna á heimavelli langt framan af leiks, en við smullum svo saman í fjórða leikhluta og fórum að gera þetta betur, gera hlutina saman og létum þá hafa aðeins fyrir þessu sérstaklega sóknarlega. Þeir voru alltaf galopnir í fyrri hálfleik en svo fórum við að dekka þá betur og þá gengu hlutirnir betur" sagði Hjalti Þór þjálfari Þórs í leikslok.

Leikur Þórs og Grindavíkur í kvöld var sérstakur fyrir margra hluta sakir því bæði lið tefldu einungis fram Íslenskum leikmönnum og það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem slíkt gerist í efstu deild í körfubolta. Auk þess voru 5 leikmenn úr drengjaflokki í liði Þórs í kvöld.

Það voru gestirnir frá Grindavík sem hófu leikinn betur í kvöld og voru fram í þriðja leikhluta með nokkuð þægilega forystu og um tíma var munurinn á liðunum 19 stig 39-58 snemma í þriðja leikhluta. Gestirnir voru sjóðandi heitir utan við þriggja stiga línuna framan af leik hittu nánast í öllum tilraunum utan þriggja stiga línuna. Grindavík vann fyrsta leikhlutann með 5 stigum 18-23.

Í öðrum leikhluta voru gestirnir skrefinu á undan Þór en þó var munurinn framan af ekki meir en 5-6 stig.En undir lok leikhlutans áttu gestirnir fínan sprett og bættu í forskotið og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn 13 stig 37-50.

Ekkert gekk upp hjá Þórsliðinu í upphafi síðari hálfleiks og þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður höfðu gestirnir skorað 8-2 og skyndilega var munurinn komin í 19 stig og brekkan orðin ansi brött fyrir Þór. En þegar hér var komið við sögu fóru hlutirnir að ganga upp hjá Þór. Liðið herti vörnina og hleyptu mönnum ekki upp í auðveldar körfur fyrir utan og Þór fór að hitta betur. Á um tveggja mínútna kafla skoraði Þór 9-0 og munurinn komin niður í 10 stig og heimamenn komnir með trúna á verkefnið. Þór vann leikhlutann með einu stigi 18-17 og munurinn 12 stig þegar lokakaflinn hófst 55-67.

Grindvíkingar virtust ætla stinga af í byrjun fjórða leikhluta og þegar hann var hálfnaður var munurinn komin upp í 16 stig 59-75 og fimm mínútur til leiksloka. En í þessari stöðu kom þessi geðveiki hjá heimamönnum sem Hjalti Þór talaði um og vitnað er í hér í upphafi. Þórsarar lokuðu vel á gestina og gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og síðustu fimm mínútur leiks skoraði Þór 20 stig gegn 8 gestanna og lokamínútan var hreint út sagt æsispennandi. Þegar 29 sekúndur voru til leiksloka munaði aðeins einu stigi á liðunum 79-80 og allt gat gerst. En reynsla gestanna vó þung í lokasóknum leiksins og þeir skoruðu þrjú síðustu stig leiksins og fögnuðu 4 stiga sigri 79-83.

Í raun má slá því föstu að það hafi reynst Þórsliðinu dýrkeypt að lenda 19 stigum undir áður en geðveikin sem Hjalti vitnar í, kviknaði og að vinna þann mun upp tekur fjandi mikla orku og kannski ráðið úrslitum þegar upp var staðið.


Nýjasti leikmaður Þórs, Hilmar Smári Henningsson kom ferskur inn í kvöld og geislaði af öryggi og skilaði fínum leik. Hann setti niður 11 stig og tók 2 fráköst. Pálmi Geir var hins vegar lang atkvæðamestur Þórs með 25 stig og 11 fráköst. Ingvi Rafn lék á ný eftir meiðsli og skoraði 15 stig og gaf 4 stoðsendingar, Bjarni Rúnar var með 14 stig 4 stoðsendingar og 4 fráköst, Sindri Davíðs var með 6 stig 5 fráköst og 3 stoðsendingar, Einar Ómar var með 5 stig og 4 fráköst, Hreiðar Bjarki 3 stig 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Júlíus Orri var með 2 fráköst og 1 stoðsendingu. Ragnar Ágústsson var með 2 fráköst og 1 stoðsendingu.

Hjá gestunum voru þeir Sigurður Þorsteinsson og Dagur Kár með 21 stig hvor, Ólafur Ólafsson var með 14 stig, og þeir Ingvi Þór, Kristófer Breki og Þorsteinn Finnbogason með 7 stig hver. Þá voru þeir Hinrik Guðbjartsson og Ómar Örn með 3 stig hvor.

Nú þegar keppni í Domino´s deildinni er hálfnuð eru Haukar, KR, ÍR og Tindastóll jöfn að stigum í fjórum efstu sætunum með 16 stig en Þór situr í ellefta og næst neðsta sætinu með 4 stig.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Palli Jóh-Thorsport.is)

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 14. desember 2018

Óvćnt heimsókn í fyrsta bekk

Fréttir / 13. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Grunnskólafréttir / 12. desember 2018

Sungiđ fyrir krakkana á Laut

Bókasafnsfréttir / 11. desember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir bókasafniđ

Fréttir / 10. desember 2018

Jólatónleikar tónlistarskóla Grindavíkur

Fréttir / 7. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Tónlistaskólafréttir / 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

Fréttir / 5. desember 2018

Ađventustund í kirkjunni

Fréttir / 3. desember 2018

Búningaafhending yngri flokka í körfunni

Fréttir / 30. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 30. nóvember 2018

Fyrsta helgi í ađventu í Grindavík

Grunnskólafréttir / 28. nóvember 2018

4. bekkur í Norrćna húsinu

Fréttir / 28. nóvember 2018

Krossljósastund á sunnudaginn

Nýjustu fréttir 11

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018