Hver er Grindvíkingur ársins 2017? Tilnefningar óskast

  • Fréttir
  • 7. desember 2017

Heimasíðan stendur að vandi fyrir vali á Grindvíkingi ársins. Grindvíkingar eru hvattir til þess að senda tilnefningar á heimasidan@grindavik.is. Vinsamlegst sendið jafnframt með rökstuðning fyrir því af hverju viðkomandi ætti að vera valinn Grindvíkingur ársins.

Valið er fyrst og fremst gert til þess að vekja athygli á því sem vel er gert í Grindavík. Valið verður kunngjört á heimasíðunni strax eftir áramót en hægt er að senda tilnefningar til 30. desember. Fimm manna dómnefnd mun fara yfir tilnefningarnar og velja Grindvíking ársins með tilliti til þeirra. Verðlaunin verða svo afhent á þrettándagleðinni.

Grindvíkingur ársins:
2009 Davíð Arthur Friðriksson og Sigurður Halldórsson.
2010 Ásta Birna Ólafsdóttir.
2011 Matthías Grindvík Guðmundsson.
2012 Útsvarslið Grindavíkur; Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir.
2013 Otti Sigmarsson.
2014 Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda.
2015 Þorgerður Elíasdóttir
2016 Margrét S. Sigurðardóttir

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál