Erling Snćr Viđarsson vann til verđlauna í netratleik Forvarnardagsins

  • Grunnskólinn
  • 30. nóvember 2017

Á forvarnardaginn, 4. október síðastliðinn, tóku 9. bekkir skólans þátt eins og hefð er fyrir. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var ,,Að njóta og lifa". Nemendur unnu margs konar verkefni og tóku einnig þátt í svokölluðum netratleik um forvarnir.

Erling Snær Viðarsson nemandi í 9.V var einn af þeim nemendum sem vann til verðlauna. Erling Snæ og fjölskyldu hans var af því tilefni boðið í móttöku sem haldin var á Bessastöðum en það er einmitt forseti Íslands sem er verndari dagsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti sigursælum nemendum 50.000 kr. gjafabréf frá 66° N.

Með Erling og Guðna Th. á myndinni er Júlía Rós, systir Erlings. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir