Stelpurnar aftur á sigurbraut

  • Körfubolti
  • 29.11.2017
Stelpurnar aftur á sigurbraut

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á ÍR-ingum í gær hér í Mustad-höllinni, lokatölur 72-51 í leik sem var nokkuð örugglega í höndum Grindvíkinga allan tímann. Hittni Grindvíkinga fyrir utan þriggjastigalínuna var með besta móti í þessum leik, 10/25 og setti Angela Rodriguez 4 þrista í 8 tilraunum en hún var stigahæst heimastúlkna með 23 stig og bætti við 9 fráköstum. 

Karfan.is var með fréttaritara á staðnum sem gerði leiknum góð skil:

Fyrirfram var ekki búist við spennandi leik á milli Grindavíkur og ÍR í 1. deild kvenna í Mustad-höllinni í kvöld og gengu spádómarnir eftir, öruggur 72-51 sigur heimakvenna. Grindavík tapaði síðasta leik sínum, á móti Fjölni og það nokkuð illa og eflaust mættu þær með auka blóð á tönnum fyrir þennan leik því annað tapið í röð var ekki valmöguleiki!

Þáttaskil
Þáttaskil ef þáttskil skyldi kalla, komu eftir hálfleikinn en þá mættu heimakonur mun grimmari til leiks og héldu gestunum í einungis 8 stigum. Eftir það var munurinn einfaldlega orðinn of mikill, 59-36. ÍR-stelpurnar létu þó ekkert valta endanlega yfir sig og unnu loka fjórðunginn, 13-15 en öruggur heimasigur raunin eins og áður sagði, 72-51.

Tölfræðin lýgur ekki
Angela og Embla eru miklar yfirburðarkonur í liði Grindavíkur og eðlilega kannski, Angela bandarískur leikmaður liðsins og Embla íslensk landsliðskona. Þrátt fyrir yfirburðina þá er greinilega keppikefli Angelu sem þjálfara, að þær einoki ekki leikinn og fá aðrir leikmenn alveg sín skot. Þær stöllur tóku 27/70 (38,5%) skota Grindavíkur og er það vel innan allra skekkjumarka.

Hjá ÍR vakti nafna undirritaðs (Sigurbjörg vs. Sigurbjörn) mesta athygli hans og ekki eingöngu vegna nafnsins. Hún skilaði flestum framlagspunktum og það þrátt fyrir að skora bara 4 stig. Þarna sannast svo sannarlega að hægt er að leggja í púkkið á marga aðra vegu en með því að koma boltum sjálfur/sjálf ofan í körfuna! Eins gekk ÍR liðinu betur þegar Sigurbjargar naut við inni á vellinum en þær 24 mínútur sem hún spilaði tapaði ÍR bara með 9 stigum.

Hetjan

Þar sem ekkert amerískt smjörbragð var af þessum endi þar sem engin var spennan, þá ætla ég einfaldlega að sleppa því að reyna tilnefna hetju leiksins. Grindavíkurliðið einfaldlega betur mannað og með betra lið. Angela og Embla eins og áður segir, miklir yfirburðarmenn(konur). ÍR teflir í fyrsta sinn í langan tíma fram kvennaliði og er það vel. Þarna virðist stefnan vera að hafa sígandi lukku sem venjulega gefur góða raun. Þarna eru ungar íslenskar stelpur sem hafa greinilega gaman af því að spila körfubolta og var gaman að horfa á þær í kvöld.

Kjarninn

Eins og oft kemur fram í viðtölum þá er einfaldlega „áfram gakk" Þótt bæði lið leggi þetta tímabil upp með uppbyggingu að leiðarljósi þá er alveg ljóst að þær gulu ætla sér aftur upp í Dominos. Smávægilegt bras hefur verið á liðinu, m.a. meiðsl Angelu og svo þurfti Embla að taka sér leyfi um daginn en þegar vélin verður farin að malla á réttum snúningi þá hlýtur þetta lið að ætla sér upp! ÍR-liðið flott eins og áður sagði og verður gaman að fylgjast með því í framtíðinni.

Tölfræði leiks


Umfjöllun, viðtöl / Sigurbjörn Daði Dagbjartsson

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. ágúst 2018

Atvinna - Matráđur í Miđgarđi

Bókasafnsfréttir / 9. ágúst 2018

Sumarlestur bókasafnsins endar brátt

Fréttir / 4. ágúst 2018

Sundlaugin opin á mánudaginn

Bókasafnsfréttir / 2. ágúst 2018

Bókasafniđ lokađ á morgun

Fréttir / 30. júlí 2018

Frćđsluganga viđ Ţorbjörn á morgun

Íţróttafréttir / 25. júlí 2018

Grindavík tapađi 0-2 heima gegn Blikum

Íţróttafréttir / 24. júlí 2018

Ađalfundur Pílufélags Grindavíkur verđur 31. júlí

Fréttir / 23. júlí 2018

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Nýjustu fréttir 11

Atvinna - Stuđningsfulltrúi

  • Grunnskólafréttir
  • 11. ágúst 2018

Atvinna - Starfsfólk í Heimaţjónustu

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2018

Opiđ Sviđ í 37. sinn í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. júlí 2018

Sophie O'Rourke í Grindavík

  • Íţróttafréttir
  • 25. júlí 2018