Fyrirlestur um sjálfsmynd, samskiptamiđla og samskipti kynjanna
Fyrirlestur um sjálfsmynd, samskiptamiđla og samskipti kynjanna

Í gær fór fram fyrirlesturinn "Fokk me fokk you" fyrir nemendur á unglingastigi en fyrirlesturinn fjallar um sjálfsmynd unglinga, samskiptamiðla og samskipti kynjanna. Fyrirlesturinn var í boði Þrumunnar en það eru þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel sem eiga veg og vanda að fyrirlestrinum og hafa verið að fara í grunn- menntaskóla víðsvegar um landið og ræða við unglinga um þessi mikilvægu mál.

Fyrirlesturinn skiptist í þrjá hluta. Fyrst var rætt um sjálfsmynd og hvað það er nákvæmlega sem við stjórnumst af. Hinsegin mál og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir hvort öðru bar einnig á góma.

Í öðrum hluta var rætt um áhrif samskipta- og fjölmiðla og dæmi tekin úr netheimum. Rætt var um miðla eins og Facebook, Intagram og Snapchat og farið inn á dekkri hliðar þessara miðla en stór hluti ungs fólks notar þessa miðla daglega. Einnig var umræða um stafrænt kynferðisofbeldi og dreifingu nektarmynda.

Í síðasta hlutanum var svo fjallað um kynheilbrigði, kynlíf, klám og hvernig það síðastnefnda getur haft óheilbrigð áhrif á samskipti kynjanna. Rætt var á opinskáan hátt um mýtur og pressuna sem fylgir unlingsárunum.

Á fyrirlestrinum voru þau Kári og Andrea dugleg að styðjast við myndir, reynslusögur ungsfólks, screenshot frá ungu fólki sem og áhugaverð fræðslumyndbönd.

Eins og áður segir var fyrirlesturinn í boði Þrumunnar og fylgdust nemendur með af áhuga og tóku virkan þátt í umræðum.

 

 

 

Nýlegar fréttir

miđ. 13. des. 2017    Ósóttir miđar á ţorrablótiđ aftur í sölu eftir 15. desember
miđ. 13. des. 2017    Föstudagslögin á Fish house annađ kvöld
miđ. 13. des. 2017    Sćnskunámskeiđ í Piteĺ
miđ. 13. des. 2017    Vinnuskóli Codland 2017
miđ. 13. des. 2017    Sumaruppgjör vinnuskólans 2017
ţri. 12. des. 2017    Byrjendalćsi í Grunnskóla Grindavíkur
ţri. 12. des. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
ţri. 12. des. 2017    Rashad Whack sendur heim
ţri. 12. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans héldu tónleika fyrir starfsfólk HS Orku
mán. 11. des. 2017    Jazzkvartenn Önnu Grétu á Bryggjunni á miđvikudaginn
mán. 11. des. 2017    0,93% atvinnuleysi í Grindavík
mán. 11. des. 2017    Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden
mán. 11. des. 2017    Ţakkir til Grindvíkinga frá ađstandendum Guđmundar Atla
sun. 10. des. 2017    Ađventustund í kirkjunni klukkan 18:00
fös. 8. des. 2017    Stendur ţú fyrir viđburđi í desember? Láttu okkur vita!
fös. 8. des. 2017    Ćskulýđsbikar Landsambands Hestamanna til Brimfaxa
fös. 8. des. 2017    Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni
fös. 8. des. 2017    Líf og fjör á Fjörugum föstudegi
fös. 8. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans halda hátíđlega jólatónleika 9. desember
fim. 7. des. 2017    Hver er Grindvíkingur ársins 2017? Tilnefningar óskast
fim. 7. des. 2017    Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry
fim. 7. des. 2017    Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!
fim. 7. des. 2017    Ađventu- og fjölskyldustund í kirkjunni á sunnudaginn
fim. 7. des. 2017    Elena og María Sól áfram í Grindavík
miđ. 6. des. 2017    6. A sigurvegari í spurningakeppni miđstigs
Grindavík.is fótur