Fyrirlestur um sjálfsmynd, samskiptamiđla og samskipti kynjanna

  • Grunnskólinn
  • 29.11.2017
Fyrirlestur um sjálfsmynd, samskiptamiđla og samskipti kynjanna

Í gær fór fram fyrirlesturinn "Fokk me fokk you" fyrir nemendur á unglingastigi en fyrirlesturinn fjallar um sjálfsmynd unglinga, samskiptamiðla og samskipti kynjanna. Fyrirlesturinn var í boði Þrumunnar en það eru þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel sem eiga veg og vanda að fyrirlestrinum og hafa verið að fara í grunn- menntaskóla víðsvegar um landið og ræða við unglinga um þessi mikilvægu mál.

Fyrirlesturinn skiptist í þrjá hluta. Fyrst var rætt um sjálfsmynd og hvað það er nákvæmlega sem við stjórnumst af. Hinsegin mál og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir hvort öðru bar einnig á góma.

Í öðrum hluta var rætt um áhrif samskipta- og fjölmiðla og dæmi tekin úr netheimum. Rætt var um miðla eins og Facebook, Intagram og Snapchat og farið inn á dekkri hliðar þessara miðla en stór hluti ungs fólks notar þessa miðla daglega. Einnig var umræða um stafrænt kynferðisofbeldi og dreifingu nektarmynda.

Í síðasta hlutanum var svo fjallað um kynheilbrigði, kynlíf, klám og hvernig það síðastnefnda getur haft óheilbrigð áhrif á samskipti kynjanna. Rætt var á opinskáan hátt um mýtur og pressuna sem fylgir unlingsárunum.

Á fyrirlestrinum voru þau Kári og Andrea dugleg að styðjast við myndir, reynslusögur ungsfólks, screenshot frá ungu fólki sem og áhugaverð fræðslumyndbönd.

Eins og áður segir var fyrirlesturinn í boði Þrumunnar og fylgdust nemendur með af áhuga og tóku virkan þátt í umræðum.

 

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. ágúst 2018

Atvinna - Matráđur í Miđgarđi

Bókasafnsfréttir / 9. ágúst 2018

Sumarlestur bókasafnsins endar brátt

Fréttir / 4. ágúst 2018

Sundlaugin opin á mánudaginn

Bókasafnsfréttir / 2. ágúst 2018

Bókasafniđ lokađ á morgun

Fréttir / 30. júlí 2018

Frćđsluganga viđ Ţorbjörn á morgun

Íţróttafréttir / 25. júlí 2018

Grindavík tapađi 0-2 heima gegn Blikum

Íţróttafréttir / 24. júlí 2018

Ađalfundur Pílufélags Grindavíkur verđur 31. júlí

Fréttir / 23. júlí 2018

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Nýjustu fréttir 11

Atvinna - Stuđningsfulltrúi

  • Grunnskólafréttir
  • 11. ágúst 2018

Atvinna - Starfsfólk í Heimaţjónustu

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2018

Opiđ Sviđ í 37. sinn í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. júlí 2018

Sophie O'Rourke í Grindavík

  • Íţróttafréttir
  • 25. júlí 2018