Fundur 478

  • Bćjarstjórn
  • 29. nóvember 2017

478. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir 2. varaforseti, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður, Hjörtur Waltersson varamaður, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar forseti eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum:
"1711089 Nýskipan í nefndir: Fulltrúar Samfylkingar"
sem síðasta dagskrárlið.

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1703059 - Melhólsnáma: Vinnsluáætlun
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur.

Skipulagsnefnd fól sviðsstjóra að lengja tímafrest um mánuð og leggur til við bæjarstjórn að sviðstjóra verði falið að auglýsa forvalið í framhaldi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

2. 1709128 - Lóðaúthlutanir: Reglur
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til bæjarráðs til frekari vinnslu.

3. 1710115 - Heiðarhraun 11: umsókn um byggingarleyfi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Ásrún og Guðmundur

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

4. 1711029 - Túngata 10: umsókn um byggingarleyfi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Kristín María

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir Mánagötu 5 og 7.

Bæjarstjórn samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

5. 1710086 - Mánagata 5: umsókn um byggingarleyfi.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tók: Hjálmar

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir Túngötu 10 og Mánagötu 3 og 7.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

6. 1711043 - Verbraut 1: umsókn um niðurrif
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Kristín María

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um starfsleyfi HES og skriflegu leyfi eigenda matshluta 2. Nefndin bendir á að á lóðinni eru skráðar fornminjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

7. 1710088 - Hólmasund 4: Umsókn um lóð.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tók: Hjálmar

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

8. 1710095 - Jarðstrengur um Hópsnes. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn við fyrirtekt þessa máls og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María og Hjörtur

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt og ítrekar að ekki verði farið út fyrir raskað svæði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

9. 1711059 - Gjaldskrá Vatnsveitu
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn lækkun í 1. gr. Gjaldsskrár um Vatnsveitu Grindavíkur, nr. 752 frá 28. ágúst 2012, á álagningarhlutfalli vatnsgjalds vegna eigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4 frá 1995 í 0,055% og vegna eigna skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4 frá 1995 í 0,2%.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs

10. 1711060 - Gjaldskrá Fráveitu Grindavíkurbæjar
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lækka a lið 3. gr. í gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Grindavíkurbæ, nr. 565 frá 10. júní 2015, í 0,075%.

Bæjarstjórn samþykkt samhljóða tillögu bæjarráðs.

11. 1711054 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar 2018
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð hefur samþykkt framlagða gjaldskrá og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Almenn hækkun gjaldskrár er 3% að með þeim undantekningum að matur og hressing í leikskóla hækkar um 2% og vistun í skólaseli hækkar 6%. Stakt gjald í sundlaug hækkar ekki á milli ára og árskort barna ekki heldur.

Gildistaka 1. janúar 2018, nema annað sé tekið fram 2018
Leikskólagjöld
Tímagjald 3.380
Tímagjald, einstæðir foreldrar og námsmenn 2.550
Viðbótar 15 mín, fyrir 1.150
Viðbótar 15 mín, eftir 1.150
9. tíminn, almennt gjald 8.440
9. tíminn, einstæðir foreldrar 8.270
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri
Systkinaafsl. 2. barn 35%
Systkinaafsl. 3. barn 70%
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100%
Afsláttur er af tímagjaldi, greitt er fyrir mat og hressingu
Séu báðir foreldrar í fullu námi greiða þau forgangsgjald
Hressing (morgun/síðdegi) 2.670
Hádegismatur 5.030

Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum
8 tíma vistun 55.000
þ.e. hver vistunarstund 6.875
8 tíma vistun, einstæðir foreldrar 65.000
þ.e. hver vistunarstund 8.125

Tónlistarskólagjöld Gildistaka: 1.8.18
Fullt hljóðfæranám 72.980
Hálft hljóðfæranám 43.940
Fullt söngnám 84.890
Hálft söngnám 55.870
Fullt aukahljóðfæri 48.700
Hálft aukahljóðfæri 28.820
Blásarasveit 20.060
Hljóðfæraleiga, minni hljóðfæri 9.010
Hljóðfæraleiga, stærri hljóðfæri 11.330
Hljóðfæranámskeið, hópur 19.380
Söngnámskeið, hópur 56.600
Systkinaafsláttur 2. barn 50%
systkinaafsláttur 3. barn 75%

Sundlaug
Stakt gjald barna 300
Stakt gjald fullorðinna 950
10 miða kort, börn 2.400
10 miða kort, fullorðnir 3.900
30 miða kort fullorðnir 9.500
Árskort, fullorðnir 21.000
Árskort fjölskyldu 31.500
Árskort barna 6 - 18 ára 2.660
Börn 0- 5 frítt 0
Aldraðir og öryrkjar 290
Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík
Leiga á handklæðum 550
Leiga á sundfatnaði 550
Magnkaup árskorta
20-99 árskort (pr. stk árskorts)
100-199 árskort (pr. stk árskorts)
200 eða fleiri árskort (pr. stk. árskorts)

Íþróttamannvirki
Verð pr klst
Hópið 14.100
Íþróttahús:
Stóri salur, allur 6.700
Stóri salur, hálfur 3.560
50% álag vegna leikja 3.610
Litli salur 3.300
Skemmtanir pr. Klst. 13.120
Við bætast stefgjöld sem miðast við gestafjölda

Leikjanámskeið
Tveggja vikna námskeið 1/2 dagur 7.880
Tveggja vikna námskeið allan daginn
Leiklistarnámskeið, 1/2 dagur 7.880
Pössun milli 8-9 og 16-17, kr. barn 2.630
Systkinaafsláttur 2. barn 50%
systkinaafsláttur 3. barn 75%

Bókasafn
Skírteini
Árgjald/aðildarskírteini (18-67 ára) 1.900
Börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini 0
Nýtt skírteini fyrir glatað 530
Leiga á efni
Leiga á DVD 380
Leiga á tungumálanámskeiði 380
Leiga á margmiðlunarefni 380
Internet aðgangur
Aðgangur að tölvum og neti verði án endurgjalds, sjá greinargerð 0
Dagsektir
Bækur og önnur gögn 50
Myndbönd og mynddiskar 70
Fræðsludiskar (14 daga útlán) 70
Dagsektahámark 10.510
Viðmiðunargjald fyrir glötuð og eyðilögð gögn
Bækur og hljóðbækur 3.160
Tungumálanámskeið 3.160
Myndbönd og mynddiskar 2.630
Tónlistardiskar 2.110
Tímarit yngri en 6 mánaða Innkaupsverð
Tímarit 7-24 mánaða Hálft innkaupsverð
Tímarit eldra en 24 mánaða 220
Annað
Ljósrit og útprentun A4, pr. blað 50
Ljósrit og útprentun A3, pr. blað 80
Ljósrit og útprentun A4, 50-100 bls. pr. blað 40
Ljósrit og útprentun A4, 100 bls. eða meira pr. blað 40
Taupokar 530
Millisafnalán 1.060

Grunnskóli
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði 65%
Samkomusalur, hálfur dagur 16.640
Samkomusalur, heill dagur 27.710
Skólastofur, hálfur dagur 7.770
Skólastofur, heill dagur 11.100
Gisting, pr mann 1.140

Skólasel
Gjaldflokkur Gildistaka: 1.8.18
Flokkur 1 7.220
Flokkur 1,1 8.630
Flokkur 2 12.970
Flokkur 2,1 12.970
Flokkur 2,2 12.970
Flokkur 2,3 15.820
Flokkur 3 18.990
Flokkur 4 28.470
Síðdegishressing 230
Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00 - 16:00 . 140
Tíminn frá kl. 16:00 - 17:00 er á hærra gjaldi. 490
Afsláttarreglur, gilda með leikskóla og vistun hjá dagforeldri
Systkinaafsl. 2. barn 35%
Systkinaafsl. 3. barn 70%
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100%

Tjaldsvæði, ný gjaldskrá
Gistinótt pr einstakling 1.800
Gistinótt pr hvern einstakling umfram fyrsta gest 1.500
Fjórða hver nótt frí
Yngri en 16 ára frítt
Húsbílareitur, frátekinn og frátekin rafm.tengill, pr. dag 500
Rafmagn 1.100
Tryggingagjald fyrir rafmagnskapli 5.000
Endurgreitt tryggingagjald rafm.kapals -4.500
Þvottavél 550
Þurrkari 550
Útleiga á þjónustuhúsi
Hálfur dagur 16.100
Heill dagur 26.800

Kvennó
Leigugjald húsnæðis pr klst 5.640

Hljóðkerfi
Sólarhringur 32.160

Vinnuskóli
Sláttur fyrir aldraða og öryrkja 1.500
Aldraðir og öryrkjar sem fá afslátt af fasteignaskatti fá sama afslátt af slætti
Sláttur er ekki í boði fyrir húsfélög fjölbýlishúsa

Slökkvilið
Tækifærisleyfi 10.420
Tækifærisleyfi með skoðun 31.210
Veitingaleyfi 10.420
Veitingaleyfi með skoðun 31.210
Brennuleyfi 10.420
Brennuleyfi með skoðun 31.210
Flugeldasala 10.420
Flugeldasala með skoðun 31.210
Gistiheimili 10.420
Gistiheimili með skoðun 31.210
Hótel 10.420
Hótel með skoðun 31.210
Eldvarnareftirlit 10.420
Vinna pr. klst 10.420
Slökkvibíll 24-131 30.760
Slökkvibíll 24-132 30.760
Slökkvibíll 24-151 tankur m / dælu 30.760
Slökkvibíll 24-171 tækjabíll 10.670
Körfubíll 37.590
Lausar dælur bensín 4.910
Lausar dælur rafmagn 4.910
Vatnsuga 9.410
Rafstöð 9.410
Hleðsla á lofthylkjum fyrir kafara 1.440


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2018.

12. 1711055 - Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2018
Til máls tóku: Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Bæjarráð hefur samþykkt álagningarreglurnar og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

2018
1. Fasteignaskattur
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,39% af fasteignamati húss og lóðar
1.2. Opinberar byggingar (b-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar
1.3. Annað húsnæði (c-liður) 1,65% af fasteignamati húss og lóðar
2. Holræsagjald
2.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,075% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar
3. Vatnsgjald
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,055% af fasteignamati húss og lóðar
3.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
3.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar
3.4. Aukavatnsgjald 18 kr/m3 vatns
4. Sorphreinsunargjald/Tunnuleiga
4.1. Íbúðarhúsnæði 16.272 kr. tunnu pr. ár
5. Sorpeyðingargjald
5.1. Íbúðarhúsnæði 26.547 kr. tunnu pr. ár
6. Lóðarleiga
6.1. Íbúðahúsalóðir 1,10% af fasteignamati lóðar
6.2. Lóðir v. opinberra bygginga 2,00% af fasteignamati lóðar
6.3. Lóðir v. annað húsnæði 1,60% af fasteignamati lóðar
7. Rotþróargjald
7.1. Rotþróargjald 20.000 kr. pr. rotþró pr. ár
8. Fjöldi gjalddaga 10
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2018
Heildarfjárhæð á einn gjalddaga 20.000


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2018.

13. 1711053 - Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum: Tekjuviðmið 2018
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hækka tekjuviðmiðin um 3% frá fyrra ári.

Bæjarstjórn samþykkir samhjóða tillögu bæjarráðs.

14. 1711056 - Fjárhagsáætlun 2018: Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2018
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarshlutfall á árinu 2018 verði óbreytt, þ.e. 13,99%.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

15. 1710091 - Ferðaþjónusta: Gjaldskrá
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Gjaldskrá um ferðaþjónusta fatlaðs fólks og eldri borgara í Grindavík

1. gr.
Almennt gjald
Fyrir ferðaþjónustu á vegum Grindavíkurbæjar skal greiða gjald fyrir hverja ferð. Ferð er skilgreind í gjaldskrá þessari sem akstur milli tveggja staða, en ekki akstur fram og til baka.

Gjald fyrir hverja ferð skal taka mið af gjaldskrá almenningssamgangna.

2. gr.
Undanþágur

Akstur í dagvist aldraðra er gjaldfrjáls

3. gr.
Gjaldskrá þessi er sett skv. 35. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, ásamt síðari breytingum og öðlast gildi 01.01.2018.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána og samþykkir að hún taki gildi 01.01.2018

16. 1710094 - S.S.S.: Fjárhagsáætlun 2018
Til máls tók: Hjálmar

Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru um 59,1 m.kr.eða um 13% af kostnaði og er það í samræmi við íbúafjölda. Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2018.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun SSS og annarra sameiginlega rekinna stofnana á Suðurnesjum fyrir árið 2018.

17. 1708147 - Fjárhagsáætlun 2018-2021: Grindavíkurbær og stofnanir
Til máls tóku: Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Kristín María, Guðmundur, Marta, Ásrún

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2018-2021.

Bókun
Fjárhagsáætlun ársins 2018-2021 er unnin út frá markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér en þau eru:
Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Grindavíkurbæjar. Sem þýðir þá að rekstarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur.

Handbært fé verði ekki undir einum milljarði.
Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2018, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, er áætluð 338 milljónir króna og er það 12,0% af heildartekjum. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir 460 milljónir króna og er það 14,9% af heildartekjum.
Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2018-2021 er þessi í milljónum króna:
2018 2019 2020 2021 Samtals
A-hluti 201 194 202 226 823
A- og B-hluti 208 189 196 234 827
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru áætlaðar í árslok 2018, 9.051 milljón króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.125 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.615 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 638 milljónir króna.
Langtímaskuldir eru áætlaðar um 733 milljónir króna í árslok 2018. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 199 milljónir króna.
Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 52%.
Veltufé frá rekstri áranna 2018-2021 er eftirfarandi í milljónum króna:
2018 2019 2020 2021 Samtals
A-hluti 442 458 482 508 1.890
A- og B-hluti 537 547 569 602 2.255
Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 8,4 milljónir á árunum 2018-2021 sem gerir alls um 33,6 milljónir króna á þessu fjögurra ára tímabili.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2018-2021 er þessi milljónum króna:
2018 2019 2020 2021 Samtals
A-hluti 779 278 380 -30 1.407
A- og B-hluti 1.028 382 381 -30 1.761
Fjármögnun framkvæmda og afborgana af langtímalánum, á þessu 4 ára tímabili, mun verða með hluta af veltufé þessara ára. Auk þess er gert ráð fyrir að handbært fé aukist um 376 milljónir kr. og verði í árslok 2021, 2.021 milljón króna.


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2018-2021.

18. 1702099 - Tjaldsvæði: 2017
Til máls tók: Hjálmar

Sótt um lengingu á opnunartíma tjaldsvæðis ásamt útreikningum á kostnaði sem af því hlýst og ósk um viðauka vegna ársins 2017 að fjárhæð 2.050.000 kr.

Bæjarráð samþykkir að hafa tjaldsvæðið opið út nóvember og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að fjárhæð 2.050.000 kr. sem fjármagnaður verði með hækkun tekna á tjaldsvæði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

19. 1711064 - Fjárhagsáætlun 2017: Beiðni um viðauka vegna skólasels
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á launaliði skólasels að fjárhæð 3.070.000 sem verði fjármagnaður með hækkun tekna skólasels að fjárhæð 830.000 og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 2.240.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

20. 1711062 - Fjárhagsáætlun 2017: Beiðni um viðauka vegna tölvudeildar

Til máls tóku: Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna sérfræðiþjónustu hjá tölvudeild að fjárhæð 2.000.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 2.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

21. 1710057 - Beiðni um stuðning
Til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 750.000 kr. vegna viðbótarstöðugildis við leikskólann Laut, sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

22. 1710089 - Félagsþjónusta: Beiðni um viðauka
Til máls tók: Hjálmar

Óskað er eftir 2.000.000 kr. á deildina 02361 og 21.430.000 kr. á deildina 02562. Fjármögnun verði með hækkun tekna frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 19.800.000 kr. og mismunurinn að fjárhæð 3.630.000 kr. verði með lækkun á handbæru fé.

Jafnframt er óskað eftir að viðauka að fjárhæð 4.500.000 kr á deildina 02561 sem fjármagnaður verður með 4.500.000 kr. lækkun á deildinni 02562.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

23. 1710090 - Fræðsluþjónusta: Ósk um viðauka
Til máls tók: Hjálmar

Óskað er eftir viðauka við rekstur leikskólans Króks vegna þjónustusamnings við Skóla ehf. að fjárhæð 8.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

24. 1701028 - Félagsmiðstöðin Þruman: Verkefnisáætlun 2017
Til máls tók: Hjálmar

Sótt er um viðauka að fjárhæð 1.688.000 kr. fyrir árið 2017 vegna aukinnar starfsemi í Þrumunni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.688.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

25. 1711024 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja 2018
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð leggur til að framlengja samninginn til 31.12.2018 á sömu forsendum og gildandi samningur.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 6 atkvæðum, Marta situr hjá.

26. 1710117 - Rauði krossinn óskar eftir endurnýjum á samningi 2017
Til máls tók: Hjálmar

Lögð fram drög að samningi við Grindavíkurdeild RKÍ

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samninginn.

27. 1701094 - Fundargerðir: Svæðisskipulag Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, kristín María, bæjarstjóri, Ásrún og Þórunn

Fundargerð 9. fundar, dags. 21. júní 2017, lögð fram til kynningar.

28. 1701094 - Fundargerðir: Svæðisskipulag Suðurnesja 2017

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Kristín María, bæjarstjóri, Ásrún og Þórunn

Fundargerð 10. fundar, dags. 6. nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

29. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María og Guðmundur

Fundargerð 486. fundar, dags. 9. nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

30. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerðir 721. fundar, dags. 8. nóvember 2017, og 722. fundar, dags. 16. nóvember 2017, eru lagðar fram til kynningar.

31. 1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerð 853. fundar, dags. 27. október 2017, lögð fram til kynningar.

32. 1711002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1462
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hjörtur, Kristín María, Ásrún og Marta

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

33. 1711005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1463
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Kristín María, Ásrún og bæjarstjóri, Hjörtur og Þórunn

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

34. 1711010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1464
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Kristín María, Ásrún, Marta, bæjarstjóri og Hjörtur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

35. 1711006F - Skipulagsnefnd - 35
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

36. 1711009F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 21

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

37. 1710003F - Fræðslunefnd - 69
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Þórunn, Hjörtur, Kristín María, Marta og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

38. 1711008F - Félagsmálanefnd - 84
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Guðmundur, Kristín María, Marta, bæjarstjóri, Þórunn og Hjörtur

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

39. 1710018F - Frístunda- og menningarnefnd - 67
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

40. 1711003F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 25
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Hjörtur, Ásrún, Marta, Þórunn, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

41. 1711089 - Nýskipan í nefndir: Fulltrúar Samfylkingar
Máli bætt á dagskrá með afbrigðum.

Tillögur að breytingum á nefndarskipan S-lista
Bæjarstjórn
Valgerður Jennýjardóttir tekur sæti varabæjarfulltrúa í stað Magnúsar Andra Hjaltasonar
Fræðslunefnd
Valgerður Jennýjardóttir tekur sæti varamanns Magnúsar Andra Hjaltasonar
Hafnarstjórn
Marta Sigurðardóttir tekur sæti aðalmanns í stað Viktors Scheving Ingvarssonar
Ámundínus Örn Öfjörð tekur sæti varamanns í stað Magnúsar Andra Hjaltasonar
Umhverfis og ferðamálanefnd
Sigríður Gunnarsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Magnúsar Andra Hjaltasonar
Sigurður Enoksson tekur sæti varamanns Sigríðar Gunnarsdóttir

Auk þess tekur Sigurður Enoksson sæti í byggingarnefnd íþróttamannvirkja og Valgerður Jennýjardóttir sæti í stjórn
Kvikunnar í stað Magnúsar Andra Hjaltasonar.

Samþykkt samhljóða

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. apríl 2019

Fundur 1513

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. apríl 2019

Fundur 35

Hafnarstjórn / 11. desember 2018

Fundur 463

Hafnarstjórn / 14. janúar 2019

Fundur 464

Hafnarstjórn / 11. febrúar 2019

Fundur 465

Hafnarstjórn / 8. apríl 2019

Fundur 466

Hafnarstjórn / 12. nóvember 2018

Fundur 462

Bćjarráđ / 9. apríl 2019

Fundur 1512

Frístunda- og menningarnefnd / 3. apríl 2019

Fundur 82

Bćjarráđ / 2. apríl 2019

Fundur 1511

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. mars 2019

35. fundur

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 27. mars 2019

Fundur 34

Bćjarstjórn / 26. mars 2019

Fundur 494

Bćjarráđ / 19. mars 2019

Fundur 1510

Skipulagsnefnd / 18. mars 2019

Fundur 53

Frístunda- og menningarnefnd / 6. mars 2019

Fundur 81

Frístunda- og menningarnefnd / 6. febrúar 2019

Fundur 80

Bćjarráđ / 6. mars 2019

Fundur 1509

Bćjarstjórn / 26. febrúar 2019

Fundur 493

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. febrúar 2019

Fundur 34

Bćjarráđ / 19. febrúar 2019

Fundur 1508

Bćjarráđ / 12. febrúar 2019

Fundur 1507

Bćjarráđ / 5. febrúar 2019

Fundur 1506

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 31. janúar 2019

Fundur 33

Bćjarstjórn / 29. janúar 2019

Fundur 492

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. janúar 2019

Fundur 33

Skipulagsnefnd / 21. janúar 2019

Fundur 50

Bćjarráđ / 22. janúar 2019

Fundur 1505

Frćđslunefnd / 10. janúar 2019

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504